Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 42
40 FÉLAGSB RÉF vildi heyra meira, alltaf meira og meira, og með útréttar hendur og biðjandi augnaráð sárbiðjandi þau um einn söng í viðbót. ... einn söng ennþá. ... bara einn ennþá. f andlitum nokkurra endurspeglast söknuður og sorg og svolítil gremja yfir því að hann skuli yfirgefa þau. Ur svip annarra er ekk- ert annað hægt að lesa en fögnuð yfir söngvunum sem þau fá að heyra. í hópnum virðast sumir hafa grátið, aðrir glaðzt og jafnvel meðal þeirra sem hafa brostið í grát sjást hlæjandi andlit. Einn sést í hópnum sem virðist ekki taka eftir því sem fram fer í kring- um hann. Hann stendur á steini úti í vatninu og heldur á sinni eigin kantelu undir handleggnum. Hann er niðursokkinn í hugsanir sínar, það er eins og hann hlusti á rödd úr fjarska, hlusti á söng sem einmitt nú er að fæð- ast í hans eigin barmi. Hann er einn af hinum ungu í ættinni sem hafa tekið sönggáfuna í arf frá hinum eldri en samt sem áður leika sína eigin tóna úr eigin kantelu. Engir í hópnum virðast taka eftir honum. Augnaráð þeirra allra hvílir á Wdinamöinen. Lengra í burtu eru akrar plægðir, hey hirt og tré felld. I miðju þorpinu er verið að reisa kirkju. Hún er það sem koma skal. Og það er hún og hinn nýi tími sem rekur Wdinantöinen á burt. Hvorki hann eða fólk hans á strönd- inni geta barizt á móti hinum nýja tíma. Þeir eru fáir sem fylgja Wainamöinen til ókunna landsins, þangað sem vindurinn mun bera hann á örmum sér. Burt frá hinu nýja landi þar sem reistar eru kirkjur og uxinn plægir landið. Burt frá fólki sem ekki skilur hann lengur og á ekki mátt til að kynna hann fyrir hinu ókunna. En þegar hann er horfinn út á bláan fjörðinn, þegar þeir sem fylgdu honum hafa dregið sig til baka, þá stendur ungi maðurinn enn á steininum með kanteluna undir handleggnum, niðursokkinn í drauma sína. Og það er eins og hann hlusti á rödd úr fjarska, eins og hann hlusti á söngva sem eru að fæðast í eigin barmi. Gamla Finnland er horfið. Hið nýja tekur við. Nóttin kemur bráðum. Tunglsgeislarnir leika sín fegurstu lög á vatns- flötinn. Skip leggur úr höfn. Út úr myrkrinu kemur ein og ein eyja sem virðist líða meðfram skipshliðinni. Og skipið líður áfram milli þessara eyja eins og svanurinn á Tounela sem syndir eilíflega á svörtu ánni sem liggur milli lands lífsins og lands dauðans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.