Félagsbréf - 01.12.1960, Side 42

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 42
40 FÉLAGSB RÉF vildi heyra meira, alltaf meira og meira, og með útréttar hendur og biðjandi augnaráð sárbiðjandi þau um einn söng í viðbót. ... einn söng ennþá. ... bara einn ennþá. f andlitum nokkurra endurspeglast söknuður og sorg og svolítil gremja yfir því að hann skuli yfirgefa þau. Ur svip annarra er ekk- ert annað hægt að lesa en fögnuð yfir söngvunum sem þau fá að heyra. í hópnum virðast sumir hafa grátið, aðrir glaðzt og jafnvel meðal þeirra sem hafa brostið í grát sjást hlæjandi andlit. Einn sést í hópnum sem virðist ekki taka eftir því sem fram fer í kring- um hann. Hann stendur á steini úti í vatninu og heldur á sinni eigin kantelu undir handleggnum. Hann er niðursokkinn í hugsanir sínar, það er eins og hann hlusti á rödd úr fjarska, hlusti á söng sem einmitt nú er að fæð- ast í hans eigin barmi. Hann er einn af hinum ungu í ættinni sem hafa tekið sönggáfuna í arf frá hinum eldri en samt sem áður leika sína eigin tóna úr eigin kantelu. Engir í hópnum virðast taka eftir honum. Augnaráð þeirra allra hvílir á Wdinamöinen. Lengra í burtu eru akrar plægðir, hey hirt og tré felld. I miðju þorpinu er verið að reisa kirkju. Hún er það sem koma skal. Og það er hún og hinn nýi tími sem rekur Wdinantöinen á burt. Hvorki hann eða fólk hans á strönd- inni geta barizt á móti hinum nýja tíma. Þeir eru fáir sem fylgja Wainamöinen til ókunna landsins, þangað sem vindurinn mun bera hann á örmum sér. Burt frá hinu nýja landi þar sem reistar eru kirkjur og uxinn plægir landið. Burt frá fólki sem ekki skilur hann lengur og á ekki mátt til að kynna hann fyrir hinu ókunna. En þegar hann er horfinn út á bláan fjörðinn, þegar þeir sem fylgdu honum hafa dregið sig til baka, þá stendur ungi maðurinn enn á steininum með kanteluna undir handleggnum, niðursokkinn í drauma sína. Og það er eins og hann hlusti á rödd úr fjarska, eins og hann hlusti á söngva sem eru að fæðast í eigin barmi. Gamla Finnland er horfið. Hið nýja tekur við. Nóttin kemur bráðum. Tunglsgeislarnir leika sín fegurstu lög á vatns- flötinn. Skip leggur úr höfn. Út úr myrkrinu kemur ein og ein eyja sem virðist líða meðfram skipshliðinni. Og skipið líður áfram milli þessara eyja eins og svanurinn á Tounela sem syndir eilíflega á svörtu ánni sem liggur milli lands lífsins og lands dauðans.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.