Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 19

Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 19
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: T V Ö L J Ó Ð EUFRÓSÝNE Á kyrrum straumi aldanna liðnu, í gleymdri mánabirtu horfinna stunda, rek ég spor þín um hin skínandi vötn tímans, ó, Eufrósýne! Ég sé þig í dögun aldanna, á morgni hinnar skapandi þagnar, leika að sœvarliljum í þíns föður garði á stjörnubjartri strönd; lognbáran flýtur mjúklega að fjöruborðinu, vefur œvintýr hins óborna hljómlaust í þess sand. Og ég sé varir þínar bœrast, Eufrósýne, gegnum nið aldanna er hvíslað nafni míns gullna draums. 0, gyðja, sem þekktir óskina miklu í óbornu hjarta þíns vinar, heyr játningu hans:

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.