Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 33

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 33
félagsbréf 23 er mikill munur á þessu. Fullorðna fólkinu hefur gengið illa að skilja, hvað þau voru vitur áður, og nú hættir því við að reyna að gera þau sem allra heimskust. Margar barnabækur eru til dæmis alveg eins og þær væru samdar handa hálfvitum eða umskiptingum. Höfundarnir halda, að þeir eigi að gera sig enn kjánalegri en þeir eru, af því að þeir séu „bara að skrifa fyrir krakka“. En börn geta einmitt, ef þeim er bent á það og hjálpað ofurlítið til þess, skilið margt af því allra bezta, sem til er í bók- menntum og listum, betur en flest fullorðið fólk. Sumir eru þó svo lánsamir að geta elzt og þroskazt og haldið samt áfram að vera börn. Og þeir eru bezta og hamingjusamasta fólkið, sem til er. Jesús Kristur sagði einu sinni við lærisveina sína: „Hver, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls ekki koma inn í það.“ Þetta á engu síður við jarðríki, öll undur náttúrunnar og mannlífsins, en við guðs- ríki eða himnaríki. Og það á ekki sízt við ríki allra lista. Allir sannir lista- menn verða að eiga hin opnu augu, einlægu hugsun og viðkvæmu lund barnsins, verða að finna, hvílíkt ævintýri það er að vera til, skynja sorg- ina og gleðina, hið fagra, stórkostlega og hræðilega í þessari dularfullu tilveru. Þeir verða að vera lausir við allan hégóma. Þó að þeir geti „gert lukku“ í svipinn með uppgerð og tilgerð, þá kemst alltaf upp um þá og fólk verður leitt á þeim fyrr eða síðar. I gömlum þjóðsögum er sagt frá merkilegum kjörgripum, sem eru kölluð fjöregg. Eigendur þeirra gátu geymt þau þar, sem enginn náði í þau, og síðan verið sjálfir í alls konar hættum og háska, ef til vill orðið sárir og illa leiknir, en þeir lifðu alltaf góðu lífi, meðan fjöreggið var heilt á sínum stað. Það eru mikil sannindi í þessari hugmynd eins og mörgu öðru í þjóðsögunum. Það er til fólk, sem á sér sína dýrmætustu fjársjóði, hvort sem það er nú trú, von eða ást eða eitthvað annað, geymt í heimi fyrir ofan storma og hríðar, þar sem ekkert getur grandað þeim. Eigendur slíkra fjársjóða eru alltaf lifandi manneskjur, þó að margt geti orðið þeim erfitt. Eitt af því, sem hægt er að geyma svona, eru minningar frá barnsárunum. Gagga Lund fór ellefu ára gömul frá Islandi. Hún skildi við allt það, sem íslenzkt var og hún hafði lært að elska með sínum opnu barnsaugum og næma barnshuga. Hún hélt síðan í minningarnar um það með órjúf- andi tryggð, ekki neinum kveljandi söknuði eða sársauka, heldur með ást og gleði og ræktarsemi. Hún flaug burt eins og mávur úr Norðurhöfum“, fús að sjá ný lönd og ný höf. En hvar sem hún fór, andaði um hana blár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.