Félagsbréf - 01.03.1961, Page 37

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 37
félagsbréf 27 máli í reynd, „hvað heilbrigt fólk getur af fúsu geði lagt mikið í sölurnar fyrir jafneinfaldan hlut og þann að mega lifa eins og manneskjur,“ svo að skírskotað sé til orða Tómasar skálds í bók þeirra Matthíasar Johannes- sens Svo kvað Tómas. Og svo gerist ég þá svo djarfur að skrifa dálítið óvenjulegt greinarkorn í tilefni af sextugsafmæli skáldsins, sem meðal annars hefur sagt: „þá minnstu þess, að einnig barizt var um hjarta þitt, og þar skai striSiS vinnast.“ Ég geri mér fulla grein fyrir því, að í liðsbót vofunnar eru ófyrir- leitnir tækifærissinnar, sem vita, hvert vegurinn liggur, en treysta því, að þeim verði óforþént bjargað á annarra kostnað, 'þó að þeir jafnvel séu svo blygðunarlausir aS gera föSurland sitt aS háSi í heimsins augum og hafa ættjarðarást samvizkusamra, en skammsýnna manna að leiksoppi, en ég veit líka, að í liðinu eru margir af þeirri manntegund, sem kölluð hefui verið nytsamir sakleysingjar. Sumt eru ungir menn, sem ekki hafa áttað sig á ábyrgð sinni, en einnig nokkrir, sem ættu að hafa tekið út fullan þroska og öðlazt allmikla yfirsýn, en virðast haldnir einhverri meðfæddri vöntun og minna á roskna karlmenn, sem ekki vex skegg. ... En til hinna nytsömu saklcysingja og þeirra, sem eiga á hættu að komast í þann Hóp, heini ég einkanlega orðum mínum. 2. Á blaðsíðu 129 í bókinni Svo kvaS Tómas segir skáldið: »Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið tækifæri til að muna heiminn, eins og hann var á árunum fyrir styrjöldina 1914. Það var einhver húmanistísk birta yfir þessum árum, einhver elskuleg stemning yfir fólk- inu. Ég held það hafi hlotið að vera gott, glatt og bjartsýnt.“ Hann segir líka í kvæðinu Fljótinu helga: „Þá settust þeir töfrar í sál minni að sem síðar ég mátti ekki verjast. Og því lét mig ósnortinn æðimargt það, sem öðrum varð hvöt til að berjast.“

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.