Félagsbréf - 01.03.1961, Side 39
félagsbréf
29
höfðu verið stofnuð til viðgangs atvinnulífinu og til menningar- og sið-
bóta. Á vettvangi kirkju og kristindóms voru uppi deilur um fræðileg
efni og voru háðar bæði af leikmönnum og klerkum af miklu kappi og
alvöru, og boðskapur mannúðar og umburðarlyndis var ekki aðeins boðað-
ur þjóðinni í kirkjunum, heldur í kveðskap, skáldsögum og blaðagrein-
um. Listir, sem lítt höfðu áður verið þekktar hér á landi, höfðu nú skotið
hér rótum, sem upp af uxu blómlegir stofnar, og hin bókmenntalega þróun
var ör og hvort tveggja í senn: þjóðleg og í allnánum tengslum við
erlendar stefnur og strauma, og meðal helztu skálda þjóðarinnar, ekki
aðeins á vettvangi ljóðlistarinnar, sem hafði átt sér hér langa og glæsi-
lega þróunarsögu, heldur líka á sviði skáldsagnaritunar, voru menn, sem
ekki höfðu notið langskólagöngu, heldur voru að mestu sjálfmenntaðir. Skáld
voru og í þann tíð mjög virt og ástsæl meðal alþýðu manna, þótt margur
hefði fóstrazt moldvörpuandinn í þungu brauðstríði alþýðunnar og ýms-
um þætti það allt lítilsvert, sem ekki varð selt eSa éliS. Margt af fólkinu,
jafnt vestur í Arnarfirði sem austur í Grímsnesi, var sér þess meðvitandi,
skáldskapurinn hafði haldið við andlegri reisn þjóðarinnar á dóprum
Uauðöldum og skáldin síðan á tímabili vakningar og endurreisnar kveðið
1 hana kjark og metnað, kennt henni að meta gæði landsins, en einnig
vakið tilfinningu fyrir fegurð þess og tign. Því var það, að þótt sumum
paetti ekki fagurt um að litast nema vel veiddist, gat kona austur á Efri-Brú
1 Crímsnesi svarað, þegar lítill sonur hennar sagði, að sér þætti fallegt að
horfa á drifhvíta mjallbreiðu:
»Já, það er fallegt, elsku drengurinn minn. Og úr því þér finnst það
fallegt, þá gerirðu fy rir mig að leggja þér það á minni.“
3.
Eins og öllum mun vitanlegt, hafði styrjöldin 1914—1918 mjög mikil
ahrif á líf manna og viðhorf. Danskur bókmenntafræðingur, sem nú er
Rrófessor við háskólann í Árósum, sagði, að aldrei hefði maSurinn haft
annað eins sjálfsálit og árið 1914 og aldrei minna en það herrans ár 1920,
°? hefur verið til þessara orða vitnað sem mjög hnyttins sannmælis.
Áuk þess, sem styrjöldin sannaði með milljónum mannviga, að trúin
u Giðinn hafði verið hin ömurlegasta tálvon, dró hún úr trausti ijölmargra
^agandi og áhugasamra hugsjónamanna á möguleika mannanna til sjálfs-
°gunar, sjálfstjórnar og sannrar menningar, og fjöldamorðin sljóvguðu,