Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 42

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 42
32 FÉLAGSB RÉF Og nú hóíst tímabil, sem sálnaveiðar voru hér sóttar af undra kappi og furðulegri kænsku og leikni, einkum eftir að Kristinn Andrésson magister hafði tekið að sér stjórn áróðursvélarinnar. Hann hafði til að bera meira vit, meiri og djúptækari mannþekkingu, meiri seiglu og djúplægari trú á eilífðargildi hinna kommúnistísku kenninga og á óhjákvæmilegan end- anlegan sigur þeirra en nokkur annar hinna kommúnistísku foringja. Árið 1933 stofnaði hann bókaútgáfuna Heimskringlu og síðan bók- menntafélagið Mál og menningu, sem skyldi dreifa bókum til áskrifenda um land allt —■ ódýrari og í stærri stíl en hér hafði áður þekkzt. Fengnir voru góðir og gildir borgaralegir menntamenn í stjórn þessa félags, og þeir áttu að vera trygging fyrir því, að þarna væri nú svo sem enginn voði á ferðum. Síðan var hafin útgáfa ýmissa góðra bóka, sem öllum þótti æskilegt að fá, en einnig áróðursrita. En fyrst með útgáfu ársritsins Raufira penna komst hinn menningarlegi áróður í algleyming, samfara persónulegum áhrifum Kristins Andréssonar og helztu bókmenntalegra trúnaðarmanna hans og fórnardýra. Rit þetta hóf göngu sína á aldar- afmæli Fjölnis — takið eftir þessu, því að það er staðreynd, sem Kristinn Andrésson leggur mikla áherzlu á í bókmenntasögu sinni. Sigurður prófessor Nordal gaf út merkilega lesbók árið 1924. Framan við hana var prentuð ritgerð um Samhengið í íslenzkum bókmenntum og sýnt fram á, að frá því að Snorri Sturluson skrifaði Snorra-Eddu hafi samhengi íslenzkra bókmennta alltaf verið bjargað og það því aldrei rofnað, og í islenzkum hókmenntum hafi ævinlega verið fylgt þjóðlegri og öfga- lausri stefnu, hvaða bókmenntatízka sem uppi hafi verið í umheiminum, án þess þó að íslenzkir menningarfrömuðir lokuðu sig inni og firrtust erlendar stefnur og strauma. Hið erlenda hafi ávallt verkað sem yljandi vorblær á íslenzkan gróður, en aldrei náð að verða að ofsastormi, sem orsakaði menningarlegt sandfok. Meðal annars vegna þess, hve þessi rit- gerð Nordals vakti mikla athygli, þótti Kristni Andréssyni sérstaklega hentugt og líklegt til ávinnings, að hinn kommúnistíska áróðursstarfsemi sigldi undir fána þjóðlegrar menningarhefðar. Hann nefndi því bóka- forlag kommúnista Heimskringlu, eins og víðfrægasta rit heimskunnasta ritsnillings íslendinga, og svo skyldi þá einmitt starfsemi Máls og Menning- ar teljast framhald af starfi Fjölnismanna, menn sandfoksins frykjast feta í fótspor heillaríkustu voryrkjufrömuða íslenzkrar bókmennta- og menn- ingarsögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.