Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 44
34
FÉLAGSBRÉF
stæðu svo nærri honum, að von gæti verið um, að þeir fengju skrifað og
ort sitthvað, sem hefði í sér fólgin einhver sannleikskorn, og ennfremur
var ýtt við ýmsum íslenzkum höfundum, ýmist laðað eða ógnað, ekki
óvægilega, en þó svo, að það skildist.
Samfara hinum bókmenntalega áróðri í Rau'ðum pennum og síðar
Tímariti Máls og Menningar var svo haldið uppi hóflausu skjalli um
Ráðstjórnarríkin og allt, sem rússneskt er, og um leið hrópað á sam-
fylkingu gegn nazisma og fasisma, hinum mikla voða veraldar. Frá Ráð-
stjórnarríkjunum stafaði auðvitað enginn háski, — þau höfðu einmitt
gengið í Þjóðabandalagið til verndar smáríkjunum og fordæmdu gersam-
lega alla landránspólitík, kjörorð þeirra var að sögn Kristins Andrés-
sonar í Rauðum pennum:
„Vér ásœlumst ekki fet af landi annarra, en látum ekki spönn af voru
eigin landi.“
Þórbergur skrifaði RauSu hættuna og Laxness Gerzka œvintýrið, báðir
að loknum boðsferðum til Rússíá, og fjöldi manna, sem boðið hafði verið
austur í Paradís, launaði með greinum og fyrirlestrum. 1 Rússlandi var
ekkert atvinnuleysi — og framfarirnar, do, do, ná, ná! — annað eins ekki
til á byggðu bóli. Jafnvel rússnesk kúabú og vöggustofur tókst að gera
að hreinum veraldarundrum í augum fjölda manns, já, segja mætti með
nokkrum sanni, að þegar sumir hafi til lofts litið á heiðriku vetrar-
kvöldi, hafi stjörnurnar breytzt í rússneskar kýr og tarfa, sem gengu þar
að grasi á blessaðri festingunni — og fjósakonur og barnfóstrur, sem
spásseruðu glaðar í geði, paradísarsælar, til starfa sinna í fjósum og vöggu-
stofum ráðstjómar-himin-hnatta. ... Skáld ortu lofkvæði, og mun slíkur
skáldskapur hafa náð hámarki sínu í kvæði Jóhannesar skálds úr Kötlum
um sálugan Stalín, fátæka drenginn, sem lallaði að heiman með geitarost
í lúkunni, en sat, þegar hér var komið, með hnöttinn okkar í hendinni
eins og ríkisepli — a-ba-ba-ra-ra-ta! og bomm, bomm, bomm!
Nú skyldu ungir menn, sem ekki muna þennan tíma, ætla, að gegn þess-
um áróðri, þessum blekkingavaðli, þessu tungutaki tal- og ritvéla með holdi
og blóði og skynsemi, sjón og heyrn og öllu, sem manneskjunni er af
Guði gefið, hefðu risið einhverjir af helztu mönnum hinna stóru og voldugu
andstöðuflokka kommúnista á þessu landi — eða að minnsta kosti menn,
sem samkvæmt embætti mættu teljast skyldir til að vernda heilbrigða ís'
lenzka menningarþróun ? En nei, nei, það var engu líkara en stjórnmála-