Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 47

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 47
FÉLAGSBRÉF 37 mjallarinnar, sem var þó næsta óþörf og hafði löngum verið, og hver veit nema hið helga jljót hans hafi upphaflega verið Sogið, sem kapítalistísk bæjarstjórn lét virkja! Og Tómas hélt áfram að yrkja um fegurðina eins og bann hefði alls ekki tekið eftir því, að maður, sem átti ærið mikið undir sér, hafði tilkynnt landslýðnum, — og þá einkum og sér í lagi skáldum og rithöfundum, að ekkert skáld gœti verið þekkt fyrir að standa utan við hina miklu hreyfingu, sem hann sagði flæða yfir heiminn, var engu likara en þessi Tómas tæki ekki mark á, að mikill andans maður hafði tilkynnt gersamlega afdráttarlaust — og að því er virzt gat á ábyrgð ekki aðeins sína, heldur mikilla mektarmanna á vettvangi íslenzkra bók- mennta, að enginn gæti lýst veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt nema kommúnistar, — hver vissi nema þessi Tómas jafnvel ímyndaði sér, að fegurSin, þetta borgaralega hjóm og hismi, væri veruleiki og vildi svo sýna, að samt þyrfti ekki neinn kommúnista til að lýsa henni? Vitanlega var lagt að Tómasi um að sjá að sér, og sannarlega var talað um hann og skáldskap hans á þann hátt, að hann hefði mátt vara sig, — en nei, nei, og svo var þá vöndurinn til reiðu. í Tímariti Aláls og Menningar kvað Kristinn Andrésson upp þann dóm, að í Stjörnum vorsins væri vöntun „nýrra, lífrænna. viðfangsefna og endur- frjóvgaðrar listar“, og hann sagði líka um list Tómasar það, sem Kristján Karlsson vitnar til í ritgerð sinni framan við hina nýju útgáfu af ljóða- safni Tómasar, að list hans sé „mjög ónútímaleg, laits við siSrœna alvöru og mannúðarkennd, skilyrðislaus dýrkun á óraunsœrri, jajnvel dulúðgri Ijóðrœnni jegurð.“ Þetta eru þó skammir, sem að kveður! List Tómasar er svo laus við siðræna alvöru og mannúðarkennd, að kommúnistanum Kristni Andréssyni ofbýður — kommúnisianum! Og óraunsœ fegurð — ójá, og dulúög — þvílíkt reginhneyksli! Kristján Karlsson gerist til að afsaka Kristin með alvöru tímanna! Líklega mundi réttara að afsaka Kristján Karlsson með því, að hann skorti gersamlega skilning á eðli náttúfu- kommúnistans, heldur en eigna. afsökun hans á hinum svívirðilegu, of- stækisþrungnu og fjarstæðu ummælum ótta hans við ógnarbíld hinnar kommúnistísku áróðursvélar! .. . En síðar mun hér verða að því vikið, hvort Kristinn muni- ekki vera Kristinn samur! Ég er einn af þeim mönnum, sem er það meðfætt, að finnast frá fyrstu bernsku Guðs heimur fagur, flestir menn meira eða minna góðir — og kommúnistar sem einstaklingar rétt eins og aðrir — og auk alls þessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.