Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 51

Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 51
félagsbréf 41 Ignazio Silone, hvað um Belgíumanninn Charles Plisnier, hvað um Tékk- ann Egon Hostovsky, hvað um Frakkana André Gide, André Malraux og Jean-Paul Sartre, hvað um Bretana Stephen Spender, Wystan Hugh Auden og George Orwell o. s. frv.? Sumir eru þeir dauðir — en um þá mátti segja, áður en þeir dóu, eins og hina, sem enn lifa: Allir spilltir orðnir — allir komnir heim eftir ferð til Utah og teknir að hlynna að úr sér gengnum veggjum, verki margra kynslóða, sem höfðu þá fullvissu, að Róm yrði ekki reist á einum degi. Og í Tékkóslóvakíu sýndu þeir háu herrar, sem þar ráða menningarmálunum, Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi, heilar vöru- skemmur fullar af ólæsilegum og óseljanlegum sósíalrealisma — og Björn ráðlagði þeim að þýða Virka daga á tékknesku og gefa út! Hver er svo hlómi rússneskra bókmennta frá seinustu áratugum? Fáein skáldverk, sem skrifuð voru, þegar lítið eitt var slakað á harðstjórnarfjötrunum eftir ræðu Krústjoffs — og Sívagó læknir eftir Boris Pasternak — og ljóð, sem hann hefur ort! Hvort mundi það svo ekki hafa verið ofurlítið áfall, Pasternaks-málið alræmda, — og nú — eftir dauða Pasternaks — málaferlin gegn vinkonu hans og samverkamanni og dóttur hennar — og sakfelling þeirra? Átta ára fangelsi — fyrir meint brot á gjaldeyrislögunum! Hönd hinna dýrlegu rússnesku valdhafa nær sannarlega út yfir gröf og dauða, þegar þeim er mest í mun að launa snillingum rússneskra bókmennta! En vondir menn segja: Slíkri heiftar blindu, slíku hatursæði eru þeir haldnir, æðstu prestar menningarlífsins í Ráðstjórnarríkjunum, að til þess að svala sér á einhvern hátt níðast þeir á tveimur kvenpersónum, af því að þeir þorðu ekki að taka og pynda hinn heimsfræga, virta og elskaða Boris Pasternak! Og hyggið að, allir þér, hinir nytsömu sakleysingjar! Meðan þannig er hið andlega frelsi í Ráðstjórnarríkjunum, er allt óbreytt um viðhorf Kristins Andréssonar og allra annarra, sem trúa á forustuhlutverk Ráð- stjórnarríkjanna á vegferð mannkynsins til hinnar kommúnistísku Paradís- ar, hvort sem þau beina meir fé sínu til fóðrunar geimtíkum og smíði geimfara á kostnað alþýðunnar í löndum sínum en til beins vígbúnaðar, °g á meðan eru hin fögru snilldarljóð Tómasar Guðmundssonar í augum foringjans íslenzka og allra hans sönnu lærisveina „laus viS siSrœna °lvöru og mannúSarkennd, skilyrSislaus dýrkun á óraúinsœrri, jafnvel dulúSgri fegurS.“ En svo mundu þá kannski einhverjir spyrja:

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.