Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 60
50
FÉLAGSBRÉF
fornar slóðir til að ná til ástmeyjar sinnar, sem hann hefur áður sýkt af
kynsjúkdómi. Bróðir stúlkunnar og faðir hóta að gelda hann, ef hann
hypji sig ekki burt úr borginni. Ungi maðurinn skeytir því engu, hann
þráir að lifa upp aftur æskuást sína, reynir að beita öllum ráðum til að
fá stúlkuna til að trúa á sig á ný, læzt vera eftirsótt kvikmyndahetja, en
stúlkunnar er gætt og þau hittast aldrei ein. Leikritinu lýkur með því, að
bróðir stúlkunnar og aðrir þrjótar með honum ná unga manninum til aö
framkvæma verknað sinn, en hann reynir ekki að forða sér, hann hefur í
rauninni glatað lönguninni til að lifa. Hann er með sama markinu brennd-
ur og margar aðrar persónur Williams, það er enginn baráttuhugur í þeim,
þær eru á flótta, i molum eins og Blanche, þegar hún leitar ásjár hjá
systur sinni.
Á það hefur verið bent, að þessar persónur Tennessee Williams séu alls
ekki tragiskar í réttum skilningi, þar sem þær hafa beðið ósigur, áður en
þær koma fram á sviðinu E.t.v. er hamleikur þeirra þó fyrst og fremst
harmleikur þeirrar menningar, sem skóp og mótaði þau og kastaði þeim
síðan á glæ, þegar þverbrestirnir koma í ljós.
Menning Suðurríkjanna hefur aldrei borið sitt barr siðan þrælastríöinu
lauk fyrir um það bil hundrað árum.
Tennessee Williams er Suöurríkjamaður fæddur 1914. Átti hann viö
mikla vanheilsu að stríða í bernsku og sökkti sér þá í lestur bóka. Kven-
þjóðin á heimilinu dekraði við hann á alla lund og hann var mjög háður
þeim, sérstaklega ömmu sinni, og forðaöist jafnaldra sína. Var honum
mikiÖ strítt á þeim árum og kallaður stelpustrákur, jafnvel faðir hans gat
stundum ekki á sér setið og kallað hann fröken Nancy. Svartsýni og þung-
lyndi hefur sótt á hann, og hann hefur leitað til sálfræðinga eins og
William Inge og reynt að fá bót meina sinna.
Tennessee Williams er bæði mikilhæfur og mikilvirkur höfundur, alls
hafa um tíu leikrit verið sýnd eftir hann á Broadway og af þeim hefur
A Streetcar Named Disere hlotiÖ mesta frægð og aðsókn, var sýnt í 855
skipti. Marlon Brando lék í því á móti Vivien Leigh og varð á svipstundu
þjóðfrægur. — Tennessee Williams hefur stundum verið sakaður um a®
laðast óþarflega að ofsa og ofbeldi í leikritum sínum, en Williams, sem
er hægur og ljúfur maður í dagfari, segir, að fólk mlsskilji þett*»
hann sé einmitt að mótmæla ofbeldi með því að draga þaö fram og sýna þa^-
Aöspurður um vinnubrögð sín segist hann skrifa að jafnaði nokkuð