Félagsbréf - 01.03.1961, Page 62
52
FÉLAGSBRÉF
Svo er líka hitt, að auglýsendur reyna helzt að flytja það efni, sem fólk
er fíknast í, myndir af bardögum við Indíána eða bófamyndir úr skugga-
hverfum stórborganna, en reyna síður að bæta smekk fólksins. Það gæti
orðið til þess, að fólk hætti að horfa á þá útsendingu.
í New York og nágrenni eru 13 sjónvarpsstöðvar, og flytur sú þrettánda
langvaldasta efnið. T.d. flytur sú stöð' vikulega leikrit, þessa dagana (í
miðjum nóvember) er verið að sýna The Icemans Cometh eftir Evgene
Ó’Neille.
En svo ég víki aftur að Tad Mosel, þá hefur þetta fyrrnefnda leikrit hans
fengið misjafna dóma, t.d. í Boston; hann fær lof fyrir einstök atriði í
leikritinu, næmi og fínleik, en í heild þykir það bresta dramatíska bygg-
ingu. Það fjallar um viðbrögð eiginkonu, barns og skyldmenna við dauða-
slysi eiginmanns. Unga konan er í forgrunninum, en barn, gamalmenni
og dauðinn í baksýn.
Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minna á einn fremsta leikstjóra
Bandaríkjanna, en það er Elia Kazan. Hann er fæddur í Constantinopel í
Tyrklandi 1909, stundaði nám við School of Drama við Yaleháskóla og
hefur sett á svið mörg helztu verk þeirra Tennessee Williams, Arthur
Millers og William Inge. Haun hefur líka getið sér mikið orð í kvikmynda-
gerð, en þekktustu kvikmyndir lians eru Vivazapeta, On The Waterfron
og East of Eden.
Það er athyglisvert við iill leikritaskáld, að þau eru háskólagengin. Þetta
er ólikt því sem er í Englandi, en þar er hin nýja kynslóð leikritaskálda
með John Osborne í fararbroddi óháskólagengin að John Arden einum
undanskildum.
í Bandaríkjunum er mikið af skólum við háskóla, sem kenna leikritun,
leikstjórn, leik og allt annað, er lýtur að leiklist, í Bretlandi er enginn
tilsvarandi skóli við háskóla nema í Bristol.
Nú á síðustu árum hefur Royal Court leikhúsið í Lundúnum tekið að
sér að uppfóstra upprennandi leiklistarfólk og árangurinn hefur orðið
miklu ríkulegri en nokkurn gat órað fyrir. Brezk leikritun hefur risið úr
öskustónni í heillandi og nýslárlegum klæðum. Ótvíræðasti vottur þess er,
að þessar vikurnar er verið að sýna tvö leikrit frá Lundúnum eftir nýú
fólk, A Taste Of Honey og The IJostage og ganga bæði við mikla aðsókn*
Yale 20. nóvember 1960.