Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 12
8 FÉLAGSBRÉF lega að það er munur á skáldum. Og í hverju var þessi munur falinn? Einkum í því að önnur skáld virtust ekki hafa nema mjög óljóst hug- boð um þá leið sem liggur til hjartans, en Sigurður Breiðfjörð rataði alveg ósjálfrátt þessa dularfullu leið, án þess að skilja þó eftir sig nokk- ur leiðarmerki fyrir hin skáldin, já hann fann sérhvert hjarta og snart það fegurð og sorg. . . . Og Breiðfjörð ríkti yfir sál hans og var hon- um athvarf í hverri þjáníngu, og svo bar það við, að í fyrstu sóldögum á þorra steig skáldið sjálft niður úr litla sólargeislanum á súðinni, eins og úr himneskum gullvagni, og lagði rjóður og bláeygur sína mildu snillíngshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvíkíngs og sagði: Þú ert ljós heimsins. Það var einn af þessum draumum sem gera dreymandann að sælum manni, þannig að hann ber með ljúfu geði alt sem kemur fyrir. Óþreytandi hugsaði pilturinn um skáldið og vagn hans, þegar hann átti bágt, svona getur verið rnikil lækníng í einum draumi.Einn dag í myrkri skammdegisins, mitt í þessum dapra heimi, sem er svo fjandsamlegur viðkvæmu hjarta, hafði skáldið mikla komið til hans í gullreið sinni og skírt hann til ljóssins." Þannig liafði skáldið lifað stundir náðarinnar, hlotið vitrun, sem er ekki bundin sérstöku skynfæri, er „hugbirtingarhljómur“ — hafði séð inn í sjálfa dýrðina, en sá ekki mannlífið, ekki einu sinni líf sjálfs síns, eins og Vegmey sagði. Ég þekki varla á íslenzku fegurri lýsingu á skáldvitrun, hugljómun, æðstu unaðssemdum andans. En Laxness hefur hömlur á slíkum hug- hrifum og getur svipt okkur úr þeim draumheimum allhranalega nið- ur til jarðar. Skáldskapur hans er fremur af þessum heimi en öðrum, rótfastur í mannlífinu — og oftast sprottinn upp úr íslenzkri mold, þótt breitt geti sig vítt um jarðir og einnig náð hátt frá jörðu. Þar ber engan veginn mest á blómgresi og ilmjurtum, þótt fíngerð séu og angandi, þar sem rækt er við þau lögð — öllu meira um þyrnibrodda og þó einkum sterklega stofna — og sérstaklega er fjölgresið mikið. tegundirnar margbreytilegar og oft einstaklega salaríkar, þótt stundum sé safinn rammur, en aldrei bragðlaus. En Halldóri er það flestum Ijósara, að hvað sem fræsafninu líður. hlýtur uppskeran að vera því betri sem meiri alúð er lögð við ræktun- ina, starfið. Hann lætur lítið af hæfileikum sínum, en talar þeim mun oftar um vinnu sína. Fyrir réttum tíu árum sagði hann í ávarpi í Ríkis- útvarpinu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.