Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 21
skyndilega á fætur og sagði með þjósti: Til þeirra á Irwin Avenue hefur hann
ekki skrifaö.
Til útlanda skrifaði hann. Ég skal sýna þér bréfið, mótmælti konan.
Ég þarf ekkert bréf að sjá. Til þeirra á Irwin Avenue hefur hann ekki skrifað.
Og þér skuluð eigi kalla neinn föður yðar á jörðinni, því einn er faðir yðar,
hann sem er á himnum, sagði Jesú. Samt skipið þið ykkur undir merki Al-
þjóðabandalagsins, — sem er argasta merki djöfulsins.
Ég get sagt þér, að ég hef hvorki skipaö mér undir merki eins né neins.
Ég er frjáls kona í frjálsu landi!
Árið 1918 setti Guð Jehóva Jesú í hásæti, og tilkynnti heimsþjóðunum hann
sem konung á jörðinni, og fyrirliggjandi voru gnægðir sannana af spádóms-
orðum ritningarinnar að tími Guðs væri kominn til umráða yfir ríkjum jarðar-
innar. — Rödd trúboðans skalf nú af geðshræringu. Til að ná valdi yfir henni
á ný, staulaðist hann fram í ganginn, steytti vísifingri íraman í konuna, sem
hélt á peningnum, og hélt áfram: En þið og klerkastétt hins svonefnda kristin-
dóms þjóðanna höfnuðu Kristi, lambinu og ríki hans — og játuðust Alþjóða-
bandalaginu. — Hásæti Jehóva og hans réttláta skipulag þar Kristur er höfð-
ingi, segir Malakí.
Margt hefði betur farið ef þannig hefði orðið, sagði konan og flýtti sér að
koma með teppiö, sem nú var orðið þurrt, og fékk það trúboðanum. Ég skal
viðurkenna það.
Trúboðinn skeytti engu játningu konunnar. Hann batt þegjandi snærinu um
töskuna og kassann og hélt út í rigninguna. Ekki hafði trúboðinn lengi gengið
þegar hann greindi hlaup að baki sér og skrjáf. í fyrstu skeytti liann því engu,
en við dyrnar á fyrsta húsinu sneri hann sér við og sá unglinginn klæddan síðri
regnkápu og með sjóhatt á höfði. Og þegar hann kom út stóð unglingurinn viö
dyrnar og beið. Trúboðinn lét sem ekkert væri og gekk rakleitt að næsta húsi.
Skrjáfið fylgdi honum. Um leið og trúboðinn kom út úr þriðja húsinu sá
hann hvar unglingurinn grýtti símastaur. Þá varð hann hræddur. Á milli fjórða
og fimmta hússins nam hann skyndilega staðar, vék sér að unglingnum og
hrópaði:
Farðu burt! Snautaðu burt! Hvað ertu að elta mig!
Unglingurinn nam einnig staðar í liæfilegri fjarlægð. í fyrstu brosti hann
afkáialega, síðan kom fát á hann. Samt fór hann ekki, heldur staröi á trúboðann
skaka hnefana á móti sér. Þegar auðsætt var að unglingurinn ætlaði ekki að fara,
gafst trúboðinn upp á ógnunum og sagSi mildri röddu:
Komdu hingaS, Sveinn. Var þér sagt að elta mig og ofsækja?