Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉF 13 skildi ég kassann eftir hjá réttinni, en þegar ég kom að honum um kvöldið var ein fjölin brotin. Aldrei kom slíkt fyrir mig í Kanada, sagði trúboðinn. Þessu trúi ég, sagði bílstjórinn með hluttekningu í röddinni. Og ef ég þekki það rétt, hefur enginn viljað kannast við fjalarbrotið. Onei. Hér er fólk öðruvísi en í Kanada, sagði trúboðinn stuttur í spuna. Hér vill enginn kannast við neitt. Hvorki við guð né annað. Nema þá markið á rollunum sínum, hló bílstjórinn. Verk djöfulsins verða upplýst um síðir. Þess vegna hefurðu ekki látið gera við fjölina? Fjölin heldur áfram að vera brotin illgerðarmanninum til skammar. Bauðst einhver til að negla hana saman? Hvað veizt þú um það? spurði trúboðinn og leit á bílstjórann. Ég? Ég spyr. Ég þekki fólkið hérna. Kona meðhjálparans bauðst til að kaupa nýjan kassa. Strákurinn þeirra var á fermingaraldri. Það var grunsamlegt, sagði bílstjórinn og nam staöar hjá símastaurnum. Trúboðinn nam einnig staðar og sagði: Ég hefði helzt kosið að snúa aldrei aftur hingað, en skyldan krafði mig. Þær eru margar skyldurnar í lífinu, og margt sem maöur verður að þola á langri lífsleið. Er ekki svo? Ég gekk á strákinn, en hann neitaði öllum sökum. Kona meðhjálparans er frá ísafirði. Kannske er hún líka skyld þér? Hennar fólk er ekkert skylt mér. Ég má ekkert vera að þessu, sagði trúboð- inn og hélt niður breiða veginn. Jæja. Ég sé að þetta er hliðarfjöl, sagði bílstjórinn um leið og trúboðinn sneri við honum baki. Hann lyfti teppinu af kassanum og tók í fjölina. Trúboð- inn snerist á hæl og sagði í vonzku: Snertu ekki kassann! Ekki ætla ég að brjóta hann. Þaö veit ég ekkert um. Maður er hvergi óhultur fyrir vörgum. Má ég ekki einu sinni líta á brotið? spurði bílstjórinn stríðnislega. Þú hefur ekkert með það að gera. Láttu mig í friði. Brotið er brotið. Jæja, ég fer hérna. Kannske hittumst við seinna, sagði bílstjórinn og gekk hlæjandi niður þvergötu. Unglingurinn fylgdi trúboðanum. Hann hélt sér í hæfilegri fjarlægð og gekk á vegbrúninni. Hvorugur mælti orð. Þegar þeir voru komnir að bæjunum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.