Félagsbréf - 01.10.1962, Page 17

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 17
FÉLAGSBRÉF 13 skildi ég kassann eftir hjá réttinni, en þegar ég kom að honum um kvöldið var ein fjölin brotin. Aldrei kom slíkt fyrir mig í Kanada, sagði trúboðinn. Þessu trúi ég, sagði bílstjórinn með hluttekningu í röddinni. Og ef ég þekki það rétt, hefur enginn viljað kannast við fjalarbrotið. Onei. Hér er fólk öðruvísi en í Kanada, sagði trúboðinn stuttur í spuna. Hér vill enginn kannast við neitt. Hvorki við guð né annað. Nema þá markið á rollunum sínum, hló bílstjórinn. Verk djöfulsins verða upplýst um síðir. Þess vegna hefurðu ekki látið gera við fjölina? Fjölin heldur áfram að vera brotin illgerðarmanninum til skammar. Bauðst einhver til að negla hana saman? Hvað veizt þú um það? spurði trúboðinn og leit á bílstjórann. Ég? Ég spyr. Ég þekki fólkið hérna. Kona meðhjálparans bauðst til að kaupa nýjan kassa. Strákurinn þeirra var á fermingaraldri. Það var grunsamlegt, sagði bílstjórinn og nam staöar hjá símastaurnum. Trúboðinn nam einnig staðar og sagði: Ég hefði helzt kosið að snúa aldrei aftur hingað, en skyldan krafði mig. Þær eru margar skyldurnar í lífinu, og margt sem maöur verður að þola á langri lífsleið. Er ekki svo? Ég gekk á strákinn, en hann neitaði öllum sökum. Kona meðhjálparans er frá ísafirði. Kannske er hún líka skyld þér? Hennar fólk er ekkert skylt mér. Ég má ekkert vera að þessu, sagði trúboð- inn og hélt niður breiða veginn. Jæja. Ég sé að þetta er hliðarfjöl, sagði bílstjórinn um leið og trúboðinn sneri við honum baki. Hann lyfti teppinu af kassanum og tók í fjölina. Trúboð- inn snerist á hæl og sagði í vonzku: Snertu ekki kassann! Ekki ætla ég að brjóta hann. Þaö veit ég ekkert um. Maður er hvergi óhultur fyrir vörgum. Má ég ekki einu sinni líta á brotið? spurði bílstjórinn stríðnislega. Þú hefur ekkert með það að gera. Láttu mig í friði. Brotið er brotið. Jæja, ég fer hérna. Kannske hittumst við seinna, sagði bílstjórinn og gekk hlæjandi niður þvergötu. Unglingurinn fylgdi trúboðanum. Hann hélt sér í hæfilegri fjarlægð og gekk á vegbrúninni. Hvorugur mælti orð. Þegar þeir voru komnir að bæjunum,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.