Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 38
34 FÉLAGSBRÉF Hin frjálslynda, mannlega lífsskoðun skáldsins gerir fljótt vart við sig í kvæð- unum frá áratugnum milli þrjátíu og og fjörutíu, og enn skýrari verður af- staða skáldsins á styrjaldarárunum, þegar mannkynið lifir eina af örlaga- stundum sínum. En hún kom víðar fram en í ljóðunum. Gullberg gegndi um þær mundir starfi leiklistarstjóra sænska útvarpsins jafnframt því sem hann var bókmenntaráðunautur kon- unglega dramatíska leikhússins í Stokk- hólmi, og leikritavalið bar með sér hvaðan hann taldi, að frelsis og mann- réttinda væri fremur að vænta. Hann sem hingað til hefur lýst sig heims- borgara, hvers föðurland er alls staðar, fer nú allt í einu að syngja Svíþjóð lof, og það kemur þá í ljós, að hún á að gegna því hlutverki að taka við flóttamönnum. Samstaða Norðurland- anna er honum verðmæti, einkum hvarflar hugur hans til Danmerkur, og einn vordag árið 1945 stendur hann við Eyrarsund og horfir yfrum og yrk- ir um lævirkjann sem í dag syngur um landið sem hefur losnað undan oki. Þetta er sama dag og Guðmundur Kamban er skotinn til bana í Kaup- mannahöfn. En það er ekki átakalaust fyrir skáld sem hann að gerast bar- áttumaður. Þarum vitnar kvæðið Fíla- beinsturninn: Þér, Turnsins menn, ég tel mig yðar liðs, þótt Turnsins lög ég einriig geti brotiS. Einn daginn mun ég hittast utanhliSs meS hjartaS sundurskotiS. HL Fyrstu eiginlegar ritsmíðar Hjalm- ars Gullbergs munu hafa verið stúdentarevýur. Eiginlega dreymdi hann um að verða tónskáld: um ljóða- gerðina segir hann svo: Um haustið 1919 þegar ég var 21 árs fór ég allt í einu að yrkja ljóð án nokkurrar und- anfarandi aðvörunar. Fyrstu ljóðin birtust svo í stúdentablaði undir dul- nefninu Orfeus, svo að snemma beygð- ist krókurinn í þá áttina, fyrstu ljóðin undir eigin nafni komu einnig í stúdentablaði, sem hann var þá sjálf- ur ritstjóri að; það var árið 1924. Þremur árum síðar kemur svo fyrsta ljóðabókin og ber heitið í ókunnri borg. Henni var eiginlega ekki tekið með neinum sérstökum fögnuði, hvorki meðal gagnrýnenda né almennings, og sama máli gegnir um næstu bók, Són- ötu, frá 1929. En með bókinni Andleg- ar æfingar, 1932, vinnur hann mikinn sigur. Þar er það dulhyggjumaðurinn og fagurkerinn sem einkum hefur orðið. Stíllinn er orðinn mótaður og persónu- legur. Hástemmdar lýsingar eru ekki hans mál, en inn í lýriskt orðalag læð- ir hann auglýsingamáli, lagamáli, dæg' urmáli. Tómas Guðmundsson beitir stundum svipaðri tækni í fyrri kvæð- um sínum. Þessi stíll hentar tvísæi Gullbergs vel, hann beygir af vana- hugsun og skeytir saman orðum svo aÖ varpar nýju ljósi á hugmyndina seni að baki býr. Kvæðin verða oft tví- bytnur. í næstu bók, sem kemur ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.