Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 28
24
FÉLAGSBRÉF
torginu rétt fyrir framan samkomuhúsið. Þar steig bílstjórinn út, beið eftir
trúboðanum, sem kom másandi af hlaupunum, og sagði:
Þú ætlar víst ekki að sitja hér, -— í þessu slagveðri?
Það er öruggast, svaraði trúboðinn og náði varla andanum. Ég verð þá ekki
svikinn.
Einhver kallaði nú frá dyrum samkomuhússins: Svenni maður, ætlarðu ekki
að koma inn á ballið? Gunni og Eyvi leika. Þeir eru koinnir með báðar nikk-
urnar.
Þeir leika ekki fyrr en fólk er tilbúið, sagði bílstjórinn.
Heyrirðu ekki í nikkunum? Sísí og Nonni eru farin að tjútta brjálað og
maður sjálfur orðinn hálfur.
Er Ragna Lára þarna? spurði bílstjórinn.
Ragna og- Silla og Eyjafjallaplágan og nýja stelpan á símstöðinni. Nóg að
lilla í kvöld fyrir þá giftu.
Fólk kom ríðandi að samkomuhúsinu og batt hestana í skjóli við eitt horn
þess og bölvaði rigningunni. Stuttklipptar hestastelpur í pokabuxum sögðu, að
hnökkunum yrði að koma á þurran stað og struku nára hestanna. Þröngin við
húsið óx og í þröngina hvarf bílstjórinn. Næstum var orðið myrkt og kveikt
var á götuljósunum. Innan úr húsinu barst leikur Gunna og Eyva. Einhver
hafði opnað glugga. Bílstjórinn kom samt fljótlega aftur og sagði við trúboðann
hjá bílnum:
Það er í lagi að þú verðir með. Bíddu heima. Ég skal láta þig vita.
Þú lætur mig ekkert vita, sagði tiúboðinn undan teppinu.
Þá það. Ekki geturðu staðið úti í rigningunni. Farðu inn á baBið eða bíddu
í bílnum.
Ég get eins vel staðið aftan á núna eins og í dag, sagði trúboðinn. Vertu ekki
með neitt fals við mig. Þér ferst það ekki.
Sama er mér þó þú drepist hér úr lungnabólgu. Farðu inn í bílinn.
Ég veit þér er sama, enda læturðu féð standa úti meðan þú ætlar að
skemmta þér.
Á ekki að slátra því? spurði bílstjórinn önugur.
Já, það á bæði að slátra mér og því. En við Harmagedon hildarleikinn verða
hinir ranglátu dæmdir.
Jæja, þú veizt allt, sagði bílstjórinn í háði. En mér verður kennt um ef
þú drepst hér úr kulda.
Ætli bæði þér og öðrum sé ekki sama þó ég drepist.