Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 28
24 FÉLAGSBRÉF torginu rétt fyrir framan samkomuhúsið. Þar steig bílstjórinn út, beið eftir trúboðanum, sem kom másandi af hlaupunum, og sagði: Þú ætlar víst ekki að sitja hér, -— í þessu slagveðri? Það er öruggast, svaraði trúboðinn og náði varla andanum. Ég verð þá ekki svikinn. Einhver kallaði nú frá dyrum samkomuhússins: Svenni maður, ætlarðu ekki að koma inn á ballið? Gunni og Eyvi leika. Þeir eru koinnir með báðar nikk- urnar. Þeir leika ekki fyrr en fólk er tilbúið, sagði bílstjórinn. Heyrirðu ekki í nikkunum? Sísí og Nonni eru farin að tjútta brjálað og maður sjálfur orðinn hálfur. Er Ragna Lára þarna? spurði bílstjórinn. Ragna og- Silla og Eyjafjallaplágan og nýja stelpan á símstöðinni. Nóg að lilla í kvöld fyrir þá giftu. Fólk kom ríðandi að samkomuhúsinu og batt hestana í skjóli við eitt horn þess og bölvaði rigningunni. Stuttklipptar hestastelpur í pokabuxum sögðu, að hnökkunum yrði að koma á þurran stað og struku nára hestanna. Þröngin við húsið óx og í þröngina hvarf bílstjórinn. Næstum var orðið myrkt og kveikt var á götuljósunum. Innan úr húsinu barst leikur Gunna og Eyva. Einhver hafði opnað glugga. Bílstjórinn kom samt fljótlega aftur og sagði við trúboðann hjá bílnum: Það er í lagi að þú verðir með. Bíddu heima. Ég skal láta þig vita. Þú lætur mig ekkert vita, sagði tiúboðinn undan teppinu. Þá það. Ekki geturðu staðið úti í rigningunni. Farðu inn á baBið eða bíddu í bílnum. Ég get eins vel staðið aftan á núna eins og í dag, sagði trúboðinn. Vertu ekki með neitt fals við mig. Þér ferst það ekki. Sama er mér þó þú drepist hér úr lungnabólgu. Farðu inn í bílinn. Ég veit þér er sama, enda læturðu féð standa úti meðan þú ætlar að skemmta þér. Á ekki að slátra því? spurði bílstjórinn önugur. Já, það á bæði að slátra mér og því. En við Harmagedon hildarleikinn verða hinir ranglátu dæmdir. Jæja, þú veizt allt, sagði bílstjórinn í háði. En mér verður kennt um ef þú drepst hér úr kulda. Ætli bæði þér og öðrum sé ekki sama þó ég drepist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.