Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 45 þeim nýja stefnu í ljóðagerð; það er freistandi að sjá samhengi milli kenn- ingar hans og þessara ljóða: „Það er skoðun mín að íslenzkum nútímaskáldum sé nauðsynlegt að sigr- ast á vantrausti sínu á orðinu, þeirri vanmáttarkennd sem nú gerir þá að einrænislegum föndrurum við held nr værukært tilfinningalíf. Ég held að tími hins skorinorða ljóðs sé kominn.“ Trúlegt er að Hannes byggi afstöðu s>na á pólitískum rökum, a.m.k. ætlas* hann til að skáldin gerist „að nýju billgildir þátttakeijidur í menningarbar- attu nútímans“. Ég læt pólitíska af- stöðu Hannesar lönd og leið; hitt ei forvitnilegt hvern stað þessarar skoð- nnar sér í ljóðagerð hans. Vandséð er að hugtak á borð við „skorinort ljóð“ verði skilgreint svo öllum líki, en allt um það mun ádeila Hannesar a óviðkomandi einkamáladaður skáld- anna víða koma við eymsli; „skorin- 0rð“ ljóðlist er ótvírætt æskileg ef bar er átt við ljóð sem rís úr öskustó einkamálanna til almennara skáldlegs °g mannlegs gildis. (Þar með er þó ekki meira sagt en góð ljóðlist sé yfir- leitt betri en lök.) Sé átt við hitt að skáldinu beri að kjósa sér og ljóði Slnu tiltekinn pólitískan hlut í „menn- lngarbaráttu nútímans“ vandast málið, °g verður heimilt að spyrja hvort af >jVondri“ pólitík geti æxlast „gott“ ljóð ^°g öfugt: „vont“ ljóð af „góðri“ póli- llk) eða hvort ljóðlist kemur yfirleitt llf eftir pólitískri forskrift. Það er annað að yrkja af pólitísku tilefni en i pólitískum tilgangi; og þótt pólitík- in geti átt lögmætt erindi við og í ljóð- list sprettur góð ljóðlist sjaldan úr eintómri pólitík. Þó er sú fjarstæðan vitaskuld fjarstæðust að ætla sér að setja allri ljóðlist algilda pólitíska reglu. Því eru þessi alkunnu sannindi rifj- uð upp hér að mér virðist vandi Hann- esar Sigfússonar í Viðtölum og eintöl- um að nokkru af þessari rót runninn: hlutlægnisviðleitni hans er tvíþátta, annars vegar innri hlutlægni ljóðsins sjálfs, hins vegar ytri „hlutlægni“ fyr- irfram tiltekinnar skoðunar, sem hann vill að birtist í ljóðinu. Takist honum að samhæfa skoðun og skynjun leikur allt í lyndi, en hláleg kreppa blasir við taki skoðunin að tröllríða skáldskapn- um; og hin innblásna ljóðgáfa Hann- esar virðist sízt til slíkra sviptinga búin. III. ér hefur verið dválið um sinn við bók Hannesar Sigfússonar, og rétt- lætist af því að hún er eitt athyglis- verðast nýmæli í íslenzkri ljóðlist um þessar mundir, bæði fyrir kosti sína og galla. Víst má deila um kenningu Hannesar um hið „skorinorða ljóð“, og pólitískt inntak hennar er sýnilega tóm mark- leysa eins og öll önnur þjónustukrafa til lista; sjálfur sýpur Hannes seyðið af þeim misskilningi í lökustu ljóðum sínum. Um hitt er meira vert að með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.