Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 31
FÉLAGSBRÉF 27 þá gagnrýni á samtímafyrirburði. Viðfangsefni þessara bókmennta er ekki mað- / urinn „eins og hann er“ heldur „eins og hann ætti að vera“; — og í bókmennt- ) um er ekkert annað viðfangsefni heimilt. Þess vegna varð ekki þoluð sú gagn- ■ rýnisviðleitni sem fólst í sögu Dudintsevs. Ekki af einu saman brauði: þar gerðist sú furða að sósíalrealistinn tók hin opinberu bókmenntaslagorð alvarlega og ritaði raunsæilega samtímalýsingu. Þess vegna virtist ráðamönnum óhugs- andi að ópólitísk, sjálfhverf skáldsaga á borð við Sívagó lækni væri annað en dulbúin „árás á kommúnismann“, þ.e.a.s. föðurlandssvik. 1 ritgerð sinni skilgreinir Tertz þessa bókmenntastefnu, afbjúpar hana og dregur svíðandi dár að henni; ritgerðin er ómissandi þeim er vilja kynna sér eðli og stöðu þeirrar vönuðu hálflistar sem um sinn hefur verið efst á baugi í Sovétríkjunum. Raunsæisnafn hennar er fjarstæða, ekkert er innsta eðli þess- arar listar fjær; hitt er meiri furða að ekki hafa risið upp snjallari lofberendur skipulagsins en raun ber vitni. Majakovskí er eina undantekningin, hann segit Tertz mestan sósíalrealistanna og raunar of stóran í sniðum fyrir stefnuna. Sjálfum er Abram Tertz ekkert fjær en iðka „raunsæi“ í venjulegum skilningi. I fyrri bókum sínum tveimur er hann fyrst og fremst háðfugl og ádeilumaður; og sú list sem hann lýsir á trausti sínu í niðurlagi ritgerðarinnar er einmitt andstæða hversdagsraunsæis: hann vísar til Hoffmanns, Dostojevskís, Goya, Chagalls og Majakovskís sem fyrirmynda og lærimeistara, lýsir von sinni um list sem sé sönn án þess að vera raunsæileg hversdagslýsing. Af þessum toga eru hinar nýju „furðusögur“ hans, og margt er sömu ættar í Réttur er settur. Sú saga gerist undir ævilok Stalíns, segir af nokkrum dögum í lífi menntaðrar yfirstéttarfjölskyldu á tíma sem einkennist af sjúklegri hræðslu við ytri „óvini“ og fullkominni innri undirokun undir„markmiðið mikla.“ Ádeila sögunnar er bein- skeytt og markviss, háð hennar hlífðarlaust: sú mynd einræðisins sem hér birtist er ekki síður djúptæk og afhjúpandi en t.d. 1984 eftir Orwell eða Myrkur um miðjan dag eftir Köstler; og er sagan þó um flesta hluti ólík þessum verkum. Tertz hefur trúlega lært af súrrealistum; myndríkur og fjarstæðufullur stíll hans er ekki síður af ætt myndlistar en bókmennta. Og saga hans er mjög skemmtileg aflestrar, hann hefur ævinlega stjórn á skoðun sinni, agar hana til móts við hið frjálslega form verksins. Háð hans er létt og fljúgandi; alvaran sem býr undir niðri verður ekki til að draga söguna niður eða þyngja í vöfum, en eykur henni á hinn bóginn festu. Sem listrænt ádeiluverk er Réttur er settui á borð við hið bezta sinnar tegundar hvar sem er í heiminum; það verður enn til að votta innri veikleik kommúnismans að höfundur skuli þurfa að smygla sögunni úr landi til að koma henni fyrir augu lesenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.