Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 58

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 58
54 FÉLAGSBRÉF in hversu höfundur vinnur táknmál sitt af hinum sundurlausasta efnivið annars vegar, freistar þess hins vegar að gæða hversdagslega lýsingu mann- lífs og náttúru táknlegu gildi. Að sjálfsögðu eiga slík vinnubrögð allan rétt á sér þótt lengi megi deila um hversu tekst í einstökum atriðum, og með Jörð úr ægi sannfærir Matthías lesanda sinn um réttmæti og skáldlegt gildi þessarar aðferðar í heild, hið til- vitnaða efni er óaðskiljanlegur hluti verks hans sjálfs og verður þegar vel tekst til að auka því fyllingu og dýpt. „Vindum börn landsins í ljóð“, segir hér, og „vindum orð landsins í ljóð borgarinnar“; þetla er viðleitni Matt- híasar og helztur sigur hans í þessari bók að hann sannfærir um einlægni þessarar viðleitni, um hreinleik tilfinn- ingarinnar að baki orðaflaumnum. Dæmi þess hversu Matthíasi getur tek- izt er skírskotun hans til sögu Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur og Daða, vænt- anlega með hliðsjón af Skálholti Kambans: við munum til þeirra undir vegg Skálholts- kirkju hnegg í fjarska og hann horfði á hana eins þyrstur og Öskuhóll þegar hann saup dreggjarnar af kvöldsólinni, hún horfði á hann og við fundum að þessi meinglaða stund var kökkur í hálsi hennar sem bar til hans eins stranga þrá og Hvítá var þung undan tungunni.... (II) Hér tekst Matthíasi að víkka og dýpka ljóð sitt tilgerðarlaust, og hér nýtur sín vel ljóðmál hans sem að eðli er einfalt og óbrotið en með eftirsókn eftir „djörfum“ og óvenjulegum sam- líkingum og myndum. En þótt þessi tvíþætta stílviðleitni lánist allvel á stundum, fer því víðs fjarri að ljóðmál Matthíasar í heild sinni standist skoðun. I þeim kafla sem hér er vitnað til spillir hann t.d. allgóðu ljóði með kjánalegri samlíking þeirra drottins vor og Jóhannesar Kjar- vals, og svipaðir staðir fjölmargir ern auðfundnir í verkinu þar sem hæpnar eða smekklitlar samlíkingar og skír- skotanir spilla viðleitni hans, eða sjálft málfarið bregzt, verður þróttlítið og hversdagslegt um of, útjaskað. Hér er komið að meginveikleik í ljóðagerð Matthíasar: þótt ljós merki skáld- gáfu birtist í verki hans, þótt hann hafi sýnilega metnað og vilja til burða- inikils skáldskapar og þótt honum takist margir einstakir hlutir allveh virðist hann bresta listrænan þrótt þeg- ar á herðir og ekki síður aðhald strangr- ar smekkvísi. Af þessum sökum stenzt ekki verk hans í heild, það fær þann sundurlausa blaðamennskusvip sem áður var vikið að. Sums staðar þykist maður greina kunnuglegan óm án þesS séð verði að um meðvitaða „skírskotun* sé að ræða. (Dæmi: „hún.... rétti inér líf fullt af blómum“; sbr. Jón Óskar: „þú réttir mér.... eitt sumar fullt af lífi“.) Annars staðar, og það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.