Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 20
16 FÉLAGSBRÉF Trúboðinn muldraði önugur: Ekki mennirnir. Þeir verða alltaf eins. Ég held við höfum breytzt, Jafet minn, sagði konan og hló. Ekki erum við nein unglömb eins og þá. Konan skríkti og tók prjón úr sokknum. Trúboðinn anzaði ekki slíku gríni. Hann japlaði á kringlunni og deif henni þess á milli í kaffið. Hann var orðinn tannlaus, hendur hans skulfu og höfuðið riðaði. Andlitið var fölt og hrukkótt, augun lítil og útstæð undir bólgnum og hárlausum augnalokum. Höfuðið var sköllótt og með brúnum, stórum skellum; efst á hvirflinum stóð æxli. Við höfum breytzt fjarska mikið, sagði konan og horfði lengi á trúboðann. Ég vildi ég væri jafnung og þá, árið sem ég og maðurinn minn fórum vestur. Sjálft þjóðhátíðarárið. Síðan höfum við aldrei farið vestur. Maður breytist á löngum árum. Ekki hugarfarið, sagði trúboðinn þrjózkur, — hver og einn ber syndir feðr- anna. Segðu þetta ekki, Jafet minn, maður hefur víst nóg með sínar eigin syndir, sagði konan og stóð upp. Hún hellti meira kaffi í bolla trúboðans og hélt áfram: Ekki getur guð verið svo óréttlátur .... Samtalið var rofið við að inn kom unglingurinn. Trúboðinn leit upp frá kaffinu. Unglingurinn gekk rakleitt að borðinu og tók kringlu af bakka gestsins. Sveinn, heilsaðu manninum, sagði konan. Þú mátt ekki rífa af bakka gestsins. Unglingurinn flissaði og saug upp í nefið. Þú mátt ekki taka kökur af gestabakkanum. Slíkt er ósiður, góði minn. Hér er hinn bakkinn, sagði konan og strauk unglingnum, — og hérna er mjólkin þín. Unglingurinn flissaði. Hann var með fremur mjótt og langt höfuð, munn- urinn lítill, hálfopinn og fullur af skökkum tönnum. Þegar hann flissaði var eins og hann reyndi að æla þeim út úr sér. Trúboðinn horfði lengi á hann, líkt og hann tæki nú fyrst eftir honum. Að lokum seildist hann niður í töskuna, tók upp úr henni bækling og rétti unglingnum. Þegar konan sá það sagði hún: Sjálfsagt þekkirðu ekki þennan. Hann er sonarsonur minn. Þú manst eftir honum Sveini syni mínum. Þessi heitir líka Sveinn. Nú er hann hjá ömmu sinni- Hún kyssti unglinginn, gældi við hann og sagði: Hann fékk að koma til að sjá kindina sína og dvelja í nokkra daga; — og er ósköp forvitinn og óþægur ef einhver kemur — og rífur þá og tætir af bökkunum. Mannskepnan fer sífellt versnandi, sagði trúboðinn. Syndirnar og óforskömm- ugheitin hlaðast á hana. Fólk rífur og tætir meira núna en áður, sagði konan. Trúboðinn svaraði þessu engu. Hann horfði dapureygður fram fyrir sig á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.