Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 46
42 FÉLAGSBRÉF Ef ósjálfrátt líf mitt er líf sem leysir grímu frostsins nf rúðum hússins eins og lækir spretti undan fingrum sólarinnar hvað yrði þá ekki ef orð mín svifu sem fuglar í hlýjum andblæ nýrrar lífsvitundar? (II) segir í Vetrarmyndum, og þessi orð virðast mér geyma mikið af kvikunni í öllum skáldskap Hannesar Sigfússon- ar. Skáldskapur hans er í þeim skiln- ingi ,.heimspekilegur“ að staða manns ins í heiminum er honum áleitnast við- fangsefni, honum virðist það í senn persónuleg og listræn nauðsyn að „gera upp við sig“ heimsskoðun og lífsskoðun, knýja sjálfan sig fram til „jákvæðrar“ afstöðu. Að honum sækir uggur, feigðarótti, ólíðan í framand' heimi og tortryggilegum, og reyndar sívökul gagnrýni á það líf sem er hon- um „ósjálfrátt“ ef ekki kæmi til draum- ur hans um „nýja lífsvitund“, sæll grunur um svimhátt takmark og símtöl við guð við atlot flögrandi vinda (III) Þessari gagnrýni reynir hann að finna listrænt, hlutlægt form í öðrum hluta þessarar bókar, Viðtölum og ein- tölum, sem að sumu leyti markar nýj- an áfanga í list hans; en hún hefur ævinlega verið nálæg ljóðum hans, og þá í persónulegri, innhverfri mynd frekar en ytri viðleitni. Þessi er enn afstaða hans í Vetrarmyndum úr lífi skálda sem virðist eins konar uppgjör á fyrri skáldævi, reikningsskil við liðinn tíma um leið og mörkuð eru ný viðhorf. Breytingin sem orðið hefur á skáldskap lians birtist þegar af því að hér tekst honum í fyrsta sinn að skapa skáldsýn sinni formlega heild, bygging verksins er ljós og glögg með eðlilegum þáttaskilum og þróun ti'l loka, allt frá innilokun og dauðasvefni vetrarfangelsisins í fyrsta kafla þar sem tómlát kyrrð ríkir til flugsýnar- innar í lokin með svimandi bjartsýnis- fögnuði: Senn blikar oss einnig í djúpinu stjarna tdð stjörnu dropar á vatni deplandi ljósmerki lárétt fljúgandi blóm heilt sólkerfi af Ijósum djúpt undir iljum vorum nálgast og verður oss nákomin jörð ný og lokkandi frjótt og bylgjandi llf- (IV) Þetta er nýr tónn í skáldskap Hann- esar Sigfússonar; þótt honum verði enn sama líf að yrkisefni og fyrrum er sjálft lífsviðhorf hans hér breytt frá fyrri verkum. Honum opnast leið úr myrkviði og öngþveiti hinna fyrri verka (í Strandinu er hann reyndar þegar sem á hvörfum), þar sem bölsýni og angist byrgðu sýn; og um leið eflast tök hans á Ijóðmáli sínu. Það verðuf ljósara og minna þar dulið en áður og um leið hnitmiðaðra og fágaðra. Málþróttur lians, myndauðgi og mynd' vísi, njóta sín og lúta stöðugt heildar gerð kvæðisins og megintilfinningu- Hér nær Hannes Sigfússon nýjum a'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.