Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF 47 konuna stolta sigurglaða sýnandi öllum heiminum sinn vorsána frjóa akur, þar sem undrið vex í myrkri moldinni gljúpu: vex. (Mansöngur) Hér er rödd Einars einlægust: jörð, kona, birta eru honum nákomnust tákn og yrkisefni, og styrkur hans hin hóf- sömu vinnubrögð, fágunin, ræktin í beztu ljóðu m hans. Honum tekst sízt betur upp þar sem hann leitar nýstár- legra ljóðmáls eða myndsmíðar, og óhlutbundin viðfangsefni láta honum ekki; á hinn bóginn er hin „hefð- kundna“ og kunnuglega tilfinning beztu ^jóða hans ekki miður sannfærandi þótt stutt sé þar í byltingunni. Þetta býst ég við að margir yngstu skáldanna eigi sammerkt með Einari Braga: að baki formbyltingarinnar býr ^oeira eða minna hefðbundið ljóðrænt '’iðhorf, sjálf skáldsýnin er ekki ný eða nýstárleg, og Ijóðmálið hlýtur því að leita í átt einfaldleika, beinnar skír- skotunar einfaldra tákna. Ljóðræn ein- íeldni af þessu tagi er vissulega ekki ný í skáldskap, og ljóð þessarar teg- Undar geta vitaskuld verið góð og gild, en formvandi þessara skálda cr nýr-' ljóðrænir hagyrðingar fyrri tíð- ar áttu sér skjól í braghefðinni og jarð- samband við eldra ljóðmál; áfkomend- Ur þeirra hljóta að mæta vanda sín- Uln berskjaldaðir. Sumir þessara höfunda a.m.k. munu aðhyllast einhvers konar kenningu um „skorinort“ ljóð þótt ljóðlistarvið- leitni þeirra sé óljós að öðru leyti. Dagur Sigurðarson hefur kannski tekið einna skýrasta og að sínu leyti skemmti- legasta afstöðu: Or3 eru tæki til að breyta heiminum hafa endaskipti á endemum umhverfisins, yrkir hann skorinort (hverju sem þessi tilkynning breytir svo í heiminum) og lýsir því yfir að hann vilji „segja les- andanum frá ýmsu sem hann veit hálft í hvoru en vogar ekki að gera sér grein fyrir, gefa honum eitthvað sem hann getur brúkað sér til hjálpræðis hérnamegin.... Það er einginn óvirk- ur skáldskapur til.“ En Dagur er enginn ljóðrænumaður; liispurslaust óprúttið orðfæri hans og nakin, stundum grótesk skynjun, sem honum tekst stöku sinnum að búa form, vottar einmitt frjálsræði hans frá ytri og innri hefð, og verður til að glæða vonir um skáldskap hans. Ari Jósefsson virðist að sumu leyti sama sinnis og Dagur, en er að svo komnu miklu óráðnari höfundur og brestur enda hina berorðu skyggni Dags og hispurslaust tungutak. Það er engin ástæða til að veitast sérlega að æskuljóðum hans, Nei, en fátt er þar sem hreyfir við lesanda, enda tök Ara á máli og ljóðmáli öll losaraleg þótt margt sé sjálfsagt vel og drengilega hugsað í þessum ljóðum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.