Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 38
34
FÉLAGSBRÉF
Hin frjálslynda, mannlega lífsskoðun
skáldsins gerir fljótt vart við sig í kvæð-
unum frá áratugnum milli þrjátíu og
og fjörutíu, og enn skýrari verður af-
staða skáldsins á styrjaldarárunum,
þegar mannkynið lifir eina af örlaga-
stundum sínum. En hún kom víðar
fram en í ljóðunum. Gullberg gegndi
um þær mundir starfi leiklistarstjóra
sænska útvarpsins jafnframt því sem
hann var bókmenntaráðunautur kon-
unglega dramatíska leikhússins í Stokk-
hólmi, og leikritavalið bar með sér
hvaðan hann taldi, að frelsis og mann-
réttinda væri fremur að vænta. Hann
sem hingað til hefur lýst sig heims-
borgara, hvers föðurland er alls staðar,
fer nú allt í einu að syngja Svíþjóð
lof, og það kemur þá í ljós, að hún á
að gegna því hlutverki að taka við
flóttamönnum. Samstaða Norðurland-
anna er honum verðmæti, einkum
hvarflar hugur hans til Danmerkur, og
einn vordag árið 1945 stendur hann
við Eyrarsund og horfir yfrum og yrk-
ir um lævirkjann sem í dag syngur
um landið sem hefur losnað undan oki.
Þetta er sama dag og Guðmundur
Kamban er skotinn til bana í Kaup-
mannahöfn. En það er ekki átakalaust
fyrir skáld sem hann að gerast bar-
áttumaður. Þarum vitnar kvæðið Fíla-
beinsturninn:
Þér, Turnsins menn, ég tel mig yðar liðs,
þótt Turnsins lög ég einriig geti brotiS.
Einn daginn mun ég hittast utanhliSs
meS hjartaS sundurskotiS.
HL
Fyrstu eiginlegar ritsmíðar Hjalm-
ars Gullbergs munu hafa verið
stúdentarevýur. Eiginlega dreymdi
hann um að verða tónskáld: um ljóða-
gerðina segir hann svo: Um haustið
1919 þegar ég var 21 árs fór ég allt í
einu að yrkja ljóð án nokkurrar und-
anfarandi aðvörunar. Fyrstu ljóðin
birtust svo í stúdentablaði undir dul-
nefninu Orfeus, svo að snemma beygð-
ist krókurinn í þá áttina, fyrstu ljóðin
undir eigin nafni komu einnig í
stúdentablaði, sem hann var þá sjálf-
ur ritstjóri að; það var árið 1924.
Þremur árum síðar kemur svo fyrsta
ljóðabókin og ber heitið í ókunnri
borg. Henni var eiginlega ekki tekið
með neinum sérstökum fögnuði, hvorki
meðal gagnrýnenda né almennings, og
sama máli gegnir um næstu bók, Són-
ötu, frá 1929. En með bókinni Andleg-
ar æfingar, 1932, vinnur hann mikinn
sigur. Þar er það dulhyggjumaðurinn
og fagurkerinn sem einkum hefur orðið.
Stíllinn er orðinn mótaður og persónu-
legur. Hástemmdar lýsingar eru ekki
hans mál, en inn í lýriskt orðalag læð-
ir hann auglýsingamáli, lagamáli, dæg'
urmáli. Tómas Guðmundsson beitir
stundum svipaðri tækni í fyrri kvæð-
um sínum. Þessi stíll hentar tvísæi
Gullbergs vel, hann beygir af vana-
hugsun og skeytir saman orðum svo aÖ
varpar nýju ljósi á hugmyndina seni
að baki býr. Kvæðin verða oft tví-
bytnur. í næstu bók, sem kemur ári