Félagsbréf - 01.12.1963, Side 11

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 11
AB - fréttir FÉLAGSBRÉF HELGAÐ GUNNARI GUNNARSSYNI Þetta hefti Félagsbréfa er eins og lesendur sjá að meginefni helgað Gunnari Gunnarssyni. Er það í tilefni þess, að nú er nýlokið heildarútgáfu skáldsagna hans á vegum Almenna bókafélagsins. Útgáfa safnsins hófst haustið 1960, og eru þar alls 19 skáldsögur í 8 stórum bindum. Fyrr á árinu lauk útgáfu ritsafns Gunnars Gunnarssonar á vegum útgáfufélags- ins Landnámu, og hafði hún staðið yfir frá því árið 1941. Sú útgáfa er í 21 bindi, og eru þar auk skáldsagn- anna allmörg bindi með smásögum og leikritum. Með henni er lagður grundvöllur að öllum síðari útgáfum rerka Gunnars Gunnarssonar með því að ýmis þeirra eru þýdd á íslenzku fyrsta sinni þar, og hefur hann sjálf- ur þýtt þau sum og haft auga með allri útgáfunni. Islenzkir lesendur hafa ekki átt aðgang að öllum ritum Gunn- ars á íslenzku fyrr en í þessum tveim- ur útgáfum, og hefði það að vísu mátt verða fyrr: Gunnar verður 75 ára á komandi vori, og eru nú senn 60 ár síðan fyrstu verk hans birtust á prenti. Hér eru, auk greina um Gunnar sjálfan og verk hans, birt sýnishorn efnis sem ekki hefur fengið inni í rit- söfnum hans. — Fyrstu bækur Gunn- ars á íslenzku og dönsku voru Ijóða- kver; komu hin íslenzku, sem nefn- ast Vorljóð og Mó'ðurminning, út á Akureyri á vegum Odds Björnssonar árið 1906; en fyrsta bók hans á dönsku, Digte, kom út í Kaupmanna- FÉLAGSBRÉF 7

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.