Félagsbréf - 01.12.1963, Side 53

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 53
ísraelum og Aröbum og raunar öllum lieinii. Þessar lexíur áttu að vera sundur- leitar, 'því að nemendurnir voru sjálf- ir sundurleitir. Áður en réttarhaldið hófst hafði Ben-Gurion útlistað þessar lexíur í nokkrum greinum, sem ætlað var að útskýra, hvers vegna Israel hefði rænt sakborningnum. Þessi var lexía allra þeirra sem ekki játuðu gyð- ingatrú: „Við viljum sýna þjóðum heims, hvernig nazistar myrtu millj- ónir manna — þar sem þeir af til- viljun voru Gyðingar, og milljón börn — þar sem þau af tilviljun voru Gyð- ingabörn. Gyðingar í útlegðinni — Diaspora — áttu að minnast þess, að Gyðing- dómur hefði alltaf átt í höggi við óvinveittan heim, „4.000 ára gamall, með trúarafrekum sínum og siðgæðis- viðleitni og vongleði um komu Messí- asar,“ og hvernig Gyðingar hefðu úrkynjazt, þar til þeir gengu til slátr- unarinnar eins og sauðkindur; stofn- un Gyðingaríkis ein hefði gert Gyð- inga færa um að bera hönd fyrir höf- uð sér eins og Israelar gerðu í frelsis- stríðinu, í Súezævintýrinu og í næst- um daglegum skærum meðfram hin- um marghrjáðu landamærum Israels. Og íbúar ísraels fengu einnig sína lexíu: „Sú kynslóð ísraela sem vaxið hefur úr grasi eftir blóðbaðið mikla/' ætti á hættu að glata tengslum sínum við Gyðinga og þar með eigin sögu. „Nauðsyn ber til þess að æskan rnuni örlög Gyðinga. Við viljum, að unga fólkið þekki sorglegustu staðreyndir sögu okkar.“ Ef þetta hefði verið eina réttlæt- ing þess að leiða Eichmann fyrir dóm í Jerúsalem hefði réttarhaldið farið fyrir ofan garð og neðan í flestum skilningi. Sumar voru lexíurnar óþarf- ar, aðrar blátt áfram villandi. Gyð- ingahatur hefur fengið á sig óorð fyrir tilstilli Iditlers, ef til vill ekki um alla framtíð, en sannarlega um sinn, og þetta stafar ekki af því að Gyðingar hafi skyndilega orðið hvers manns hugljúfi, heldur því, svo vitnað sé í Ben-Gurion sjálfan, að flestir hafa „gert sér grein fyrir, að á okkar dög- um er gasklefinn og sápuverksmiðjan rökrétt afleiðing Gyðingahaturs.“ Alíka óþörf var lexían Gyðingum í útlegð. Þeir þurftu naumast á að halda óförum og dauða þriðjungs trú- arbræðra sinna til að sannfærast um fjandskap umheimsins. Ef Ben-Gurion forsætisráðherra, sem er í raun réttri þjóðarhöfðingi Gyðinga, ætlaði sér að styrkja þessa „meðvitund Gyðinga,“ skjöplaðist lionum hrapallega; það vill svo til, að breyting þessa hugs- unarháttar er í rauninni ómissandi forsenda fyrir fullveldi Israela, sem sagt er að gert hafi Gyðinga að fólki meðal fólks, þjóð meðal þjóða, ríki meðal ríkja, og byggir tilveru sína nú á fjölhyggju, þar sem ekki stenzt lengur hin ævaforna og því miður trúbundna tvískipting alls mannfólks í Gyðinga og ekki-Gyðinga. 2 „Eichmann var venjulegur maSur". Sex geðlæknar lýstu því yfir, að Eichmann væri „með fullri skynsemi“, — „að minnsta kosti með meiri skvn- semi en ég, eftir að ég hef rannsakað FÉLAGSBRÉF 49

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.