Félagsbréf - 01.12.1963, Page 56

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 56
var innanbrjósts þegar þeir urðu morð- tæki, — eins og skipstjórum „á sökkv- andi skipum, sem lánast að koma þeim klakklaust til hafnar með því að varpa útbyrðis megninu af hinum dýrmæta farmi“; eins og bjargvættum, sem „bjarga þúsund manns með hundrað fórnardýrum, tíu þúsundum með þúsund.“ Sannleikurinn var jafnvel enn hryllilegri. Dr. Kastner í Ungverja- landi, til dæmis, bjargaði nákvæmlega 1.684 manns og galt fyrir á að gizka 476.000 mannslíf önnur. Alvarlegasta gloppan í „heildar- mynd atburðanna“ var að enginn bar vitni um samvinnu nazistaleiðtoganna og ráðamanna Gyðinga, og því gafst ekki færi á að spyrja: „Hvers vegna stuðluðuð þið að útrýmingu ykkar eigin fólks og þar með ykkar eigin hruni ?“ Eina vitnið, sem liafði mátt sín ein- hvers í Judenrat (Gyðingaráði), var Pinchas Freudiger, áður barón Philip von Freudiger frá Búdapest, og meðan hann bar fram vitnisburð sinn, varð eina up])þotið í hópi áhorfenda; fólk- ið hrópaði á vitnið á ungversku og jiddisku, og gera varð hlé á réttar- haldinu. Freudiger, rétttrúaður Gyðingur sem naut talsverðrar virðingar, varð miður sín: „Hér er fólk sem segir að því hafi ekki verið sagt að flýja. En helmingur fólksins sem flúði var handsamaður og drepinn,“ — en hins vegar 99 prósent þeirra sem ekki flúðu. „Hvert átti fólkið að fara? Hvert átti það að flýja?“, — en sjálf- ur flúði hann til Rúmeníu því að hann var ríkur og Wisliceny hjálpaði hon- um. „Hvað gátum við gert? Hvað gát- um við gert?“ Og eina svarið við þessu kom frá dómsforseta: „Ég held, að þetta sé ekkert svar við þessari spurningu“ — spurningu sem kom frá áhorfenda- pöllunum en ekki réttinum Spurningin: „Hvers vegna gerðuð þið ekki uppreisn?“ gegndi í raun- inni því hlutverki að dylja spurning- una sem enginn spurði. Og þannig urðu öll svör við þeim ósvaranlegu spurningum sem saksóknarinn lagði fyrir vitnin fjarri því að vera „sann- leikurinn, allur sannleikurinn og ekk- ert nema sannleikurinn.“ Það var satt, að Gyðingar sem heild höfðu ekki verið skipulagðir; að þeir áttu engin lönd, enga ríkisstjórn og engan her; að á þeirri stundu, er þörf þeirra var mest, áttu þeir sér enga útlagastjórn til að halda fram málum þeirra við Bandamenn, (Gyð- ingastofnunin í Palestínu undir stjórn dr. Weizmanns var í bezta lagi fátæk- leg upjjbót), engan vo])naforða, engan stríðsþjálfaðan æskulýð. En allur sannleikurinn var sá, að til voru skipulögð samfélög Gyðinga og Gyðingaflokkar og velferðarsam- tök Gyðinga, bæði í einstökum lönd- um og alþjóðastofnanir. Hvar sem Gyðingar bjuggu, voru viðurkenndir Gyðingalciðtogar, og þessir leiðtogar unnu næstum allir með nazistum á einn hátt eða annan og af einni eða annarri ástæðu. Allur sannleikurinn var sá, að hefðu Gyðingar raunveru- lega verið óskipulagðir og forustu- lausir, hefði ríkt ringulreið og eymd, 52 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.