Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 56

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 56
var innanbrjósts þegar þeir urðu morð- tæki, — eins og skipstjórum „á sökkv- andi skipum, sem lánast að koma þeim klakklaust til hafnar með því að varpa útbyrðis megninu af hinum dýrmæta farmi“; eins og bjargvættum, sem „bjarga þúsund manns með hundrað fórnardýrum, tíu þúsundum með þúsund.“ Sannleikurinn var jafnvel enn hryllilegri. Dr. Kastner í Ungverja- landi, til dæmis, bjargaði nákvæmlega 1.684 manns og galt fyrir á að gizka 476.000 mannslíf önnur. Alvarlegasta gloppan í „heildar- mynd atburðanna“ var að enginn bar vitni um samvinnu nazistaleiðtoganna og ráðamanna Gyðinga, og því gafst ekki færi á að spyrja: „Hvers vegna stuðluðuð þið að útrýmingu ykkar eigin fólks og þar með ykkar eigin hruni ?“ Eina vitnið, sem liafði mátt sín ein- hvers í Judenrat (Gyðingaráði), var Pinchas Freudiger, áður barón Philip von Freudiger frá Búdapest, og meðan hann bar fram vitnisburð sinn, varð eina up])þotið í hópi áhorfenda; fólk- ið hrópaði á vitnið á ungversku og jiddisku, og gera varð hlé á réttar- haldinu. Freudiger, rétttrúaður Gyðingur sem naut talsverðrar virðingar, varð miður sín: „Hér er fólk sem segir að því hafi ekki verið sagt að flýja. En helmingur fólksins sem flúði var handsamaður og drepinn,“ — en hins vegar 99 prósent þeirra sem ekki flúðu. „Hvert átti fólkið að fara? Hvert átti það að flýja?“, — en sjálf- ur flúði hann til Rúmeníu því að hann var ríkur og Wisliceny hjálpaði hon- um. „Hvað gátum við gert? Hvað gát- um við gert?“ Og eina svarið við þessu kom frá dómsforseta: „Ég held, að þetta sé ekkert svar við þessari spurningu“ — spurningu sem kom frá áhorfenda- pöllunum en ekki réttinum Spurningin: „Hvers vegna gerðuð þið ekki uppreisn?“ gegndi í raun- inni því hlutverki að dylja spurning- una sem enginn spurði. Og þannig urðu öll svör við þeim ósvaranlegu spurningum sem saksóknarinn lagði fyrir vitnin fjarri því að vera „sann- leikurinn, allur sannleikurinn og ekk- ert nema sannleikurinn.“ Það var satt, að Gyðingar sem heild höfðu ekki verið skipulagðir; að þeir áttu engin lönd, enga ríkisstjórn og engan her; að á þeirri stundu, er þörf þeirra var mest, áttu þeir sér enga útlagastjórn til að halda fram málum þeirra við Bandamenn, (Gyð- ingastofnunin í Palestínu undir stjórn dr. Weizmanns var í bezta lagi fátæk- leg upjjbót), engan vo])naforða, engan stríðsþjálfaðan æskulýð. En allur sannleikurinn var sá, að til voru skipulögð samfélög Gyðinga og Gyðingaflokkar og velferðarsam- tök Gyðinga, bæði í einstökum lönd- um og alþjóðastofnanir. Hvar sem Gyðingar bjuggu, voru viðurkenndir Gyðingalciðtogar, og þessir leiðtogar unnu næstum allir með nazistum á einn hátt eða annan og af einni eða annarri ástæðu. Allur sannleikurinn var sá, að hefðu Gyðingar raunveru- lega verið óskipulagðir og forustu- lausir, hefði ríkt ringulreið og eymd, 52 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.