Félagsbréf - 01.12.1963, Page 61

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 61
STEFÁN JÚLÍUSSON Bréfkorn til Baldvins Tryggvasonar framkvæmdastjóra AB og ritstjóra Félagsbréfa. Kæri Baldvin. Þið Jökull Jakobsson sendið mér kveðju guðs og ykkar í nýútkomnu hefti Félagsbréfa. Skrifar Jökull j>ar um bók mína Sumarauka, sem út kom hjá forlagi þínu í fyrra. Þar sem það er svolítið óvenjulegt að fá þess háttar ritdóm á ábyrgð útgefanda síns eftir dúk og disk, langar mig að leiða athygli þína ofurlítið að þessari rit- smíð. Mér hefur alltaf fundizt, að samskipti útgefanda og rithöfundar ættu ekki að vera fjandsamleg, ef þeir hefðu einhver skipti á annað borð. Ég hef fengizt við að setja saman sögur í um j>að til tuttugu og fimm ár og marga ritdóma fengið bæði til lofs og lasts, en samt hef ég aldrei gert athugasemd við ritdóm fyrr, þótt margt hefði mátt um suma þeirra segja. Ég bregð venjunni einungis vegna þess, að þú átt hlut að máli, og mér finnst það ekki maklegt. Ekki hefði ég sagl orð, þótt hart hefði verið dæmt, ef ekki hefði gætt svo mik- ils óheiðarleika, illkvittni og flysjungs- skapar í ritsmíðinni. Af þessum sök- um langar mig að benda þér á örfá atriði. Ritsmíðin virðist vera saman í því augnamiði einu að leitast við að sýna fram á, að skáldsagan Sumarauki sé illa hugsuð, illa samin og illa skrifuð; í sem stytztu máli: illa gerð á alla lund. Það er ekki mitt að dæma um þetta, en mér er þó spurn: Hvers vegna |>etta mikla kanónuskot á dauðan smá- fugl eftir meira en ár? Mér virðist svolítið ósamræmi í því að skrúfa sig upp í að skrifa tvær heilar blaðsíður um einskisnýtt verk. Væri ekki nær að eyða dýrmætu rúmi Félagsbréfa í eitt- hvað þarfara? En snúum okkur nú að óheiðarleik- anum og hroðvirkninni. Ritsmíðin hefst á því, að ritdómarinn segir Sum- arauka vera ágústbók AB í fyrra. Við vitum báðir, að hún var júlíbókin, enda stendur það kirfilega á henni. Eitthvað hefur þar verið flausturslega lesið. Á einum stað birtir ritdómari setningu úr bókinni og segir hana vera „snemma í bókinni“. Hún er á na'stöftustu síðu. Eitthvað hefur þar skolazt til. Ritdómari lýsir aðalper- sónu bókarinnar í alllöngu máli og segir lýsinguna hafða eftir sögunni. Hann segir, að persónan sé „hestamað- ur svo mikill, að hann bugar ólma ótemju“. 1 sögunni er hins vegar sagt, að folinn, sem um ræðir, sé meira en FÉLAGSBRÉF 57

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.