Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 61

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 61
STEFÁN JÚLÍUSSON Bréfkorn til Baldvins Tryggvasonar framkvæmdastjóra AB og ritstjóra Félagsbréfa. Kæri Baldvin. Þið Jökull Jakobsson sendið mér kveðju guðs og ykkar í nýútkomnu hefti Félagsbréfa. Skrifar Jökull j>ar um bók mína Sumarauka, sem út kom hjá forlagi þínu í fyrra. Þar sem það er svolítið óvenjulegt að fá þess háttar ritdóm á ábyrgð útgefanda síns eftir dúk og disk, langar mig að leiða athygli þína ofurlítið að þessari rit- smíð. Mér hefur alltaf fundizt, að samskipti útgefanda og rithöfundar ættu ekki að vera fjandsamleg, ef þeir hefðu einhver skipti á annað borð. Ég hef fengizt við að setja saman sögur í um j>að til tuttugu og fimm ár og marga ritdóma fengið bæði til lofs og lasts, en samt hef ég aldrei gert athugasemd við ritdóm fyrr, þótt margt hefði mátt um suma þeirra segja. Ég bregð venjunni einungis vegna þess, að þú átt hlut að máli, og mér finnst það ekki maklegt. Ekki hefði ég sagl orð, þótt hart hefði verið dæmt, ef ekki hefði gætt svo mik- ils óheiðarleika, illkvittni og flysjungs- skapar í ritsmíðinni. Af þessum sök- um langar mig að benda þér á örfá atriði. Ritsmíðin virðist vera saman í því augnamiði einu að leitast við að sýna fram á, að skáldsagan Sumarauki sé illa hugsuð, illa samin og illa skrifuð; í sem stytztu máli: illa gerð á alla lund. Það er ekki mitt að dæma um þetta, en mér er þó spurn: Hvers vegna |>etta mikla kanónuskot á dauðan smá- fugl eftir meira en ár? Mér virðist svolítið ósamræmi í því að skrúfa sig upp í að skrifa tvær heilar blaðsíður um einskisnýtt verk. Væri ekki nær að eyða dýrmætu rúmi Félagsbréfa í eitt- hvað þarfara? En snúum okkur nú að óheiðarleik- anum og hroðvirkninni. Ritsmíðin hefst á því, að ritdómarinn segir Sum- arauka vera ágústbók AB í fyrra. Við vitum báðir, að hún var júlíbókin, enda stendur það kirfilega á henni. Eitthvað hefur þar verið flausturslega lesið. Á einum stað birtir ritdómari setningu úr bókinni og segir hana vera „snemma í bókinni“. Hún er á na'stöftustu síðu. Eitthvað hefur þar skolazt til. Ritdómari lýsir aðalper- sónu bókarinnar í alllöngu máli og segir lýsinguna hafða eftir sögunni. Hann segir, að persónan sé „hestamað- ur svo mikill, að hann bugar ólma ótemju“. 1 sögunni er hins vegar sagt, að folinn, sem um ræðir, sé meira en FÉLAGSBRÉF 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.