Félagsbréf - 01.12.1963, Page 71

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 71
uppruna, og bendir það enn til austurslóða. — Ekki mundi ég held- ur vilja sverja fyrir, að Völundar- kviða kynni að hafa flutzt lítt breytt milli þjóðlanda, hver sem uppruni hennar annars kann að vera. Að minnsta kosti eru furðulegar orða- lagslíkingar með eddukvæðinu og hinni stuttorðu endursögn sams konar efnis í engilsaxneska kvæðinu, sem dr. Einar kallar hinu snjalla nafni Tregróf Dýra. Þessar fáu athugasemdir mínar eru settar hér fram til að sýna dæmi þess, hversu margt það er í eddufræðum, sem leitt getur menn inn á mismun- andi brautir og valdið því, að sínum augum líti hver á silfrið. Rannsókn- arefnið er þannig vaxið, að víða er ótraust undir fótum. Dr. Einar verður einnig manna sízt sakaður um óvar- kárni og lítt rökstuddar fullyrðingar eða óskhyggju. I þessu riti hans sem öðrum ber öll röksemdafærsla hans vott um óvenjulega hlutlægni og ein- læga sannleiksleit. Því fer fjarri, að höfundur láti við það eitt sitja í þessum síðasta og mesta kafla ritsins að ræða bókmennta- söguleg vandamál kvæðanna. Hann missir aldrei sjónar á því, að þau eru listaverk, stigin upp úr hugardjúpi mikilla skálda og eru enn lifandi þátt- ur íslenzkrar menningar. Verulegum hluta máls síns um hvert kvæði ver hann til skýringar og túlkunar á meg- inhugsun, lífsviðhorfi og orðlist hvers kvæðis og leggur sig því meira fram sem verkið er stórhrotnara. Það er sem höfundur leiði lesandann til borðs til að bergja með' sér á drykk hins dýra mjaðar, og er þá gott að hlíta leiðsögn hans um hinn forna skáld- heim. Ég nefni aðeins sem dæmi kafl- ana um Hávamál, Grímnismál, Skírnis- mál, Völuspá, Völundarkviðu og Atla- kviðu. Svo annt sem honum er um að grafast sem gaumgæfilegast fyrir um aldur, upprunastað og ytri sögu kvæðanna, er honum þó enn meira í mun að gefa lesandanum hlutdeild í tign þeirra og fegurð. Þessi sjónar- mið haldast í hendur gegnum allt verkið og gera það að samofinni heild þrátt fyrir alla skiptingu í kafla og þætti. Að lokum mætti spyrja: Fyrir hvers konar lesendur er þetta rit skrifað? Höfundur nefnir það hvergi, en mér virðist hann hafa þrjá hópa manna í huga: aðra vísindamenn í íslenzkum fræðum, hvar sem er í heiminum, námsmenn í íslenzkum fræðum, eink- um þá, er leggja höfuðáherzlu á bók- menntasögu við Háskóla Islands, og síðast en ekki sízt alla þá, sem unna íslenzkum fornbókmenntum, en það er sem betur fer álitlegur hluti þjóð- arinnar og verður vonandi alla tíð. Ætla mætti, að erfitt væri að ná til þessara þriggja hópa í einu og sama riti, en það er aðal margra góðra bóka, að menn á mismunandi þekking- ar- og þroskastigi geta notið þeirra hver með sínum hætti og séð þær síðan í nýju ljósi við nánari kynni. Ég hygg, að þessi bók sé ein þeirra. FÉLAGSBRÉF 67

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.