Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 71

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 71
uppruna, og bendir það enn til austurslóða. — Ekki mundi ég held- ur vilja sverja fyrir, að Völundar- kviða kynni að hafa flutzt lítt breytt milli þjóðlanda, hver sem uppruni hennar annars kann að vera. Að minnsta kosti eru furðulegar orða- lagslíkingar með eddukvæðinu og hinni stuttorðu endursögn sams konar efnis í engilsaxneska kvæðinu, sem dr. Einar kallar hinu snjalla nafni Tregróf Dýra. Þessar fáu athugasemdir mínar eru settar hér fram til að sýna dæmi þess, hversu margt það er í eddufræðum, sem leitt getur menn inn á mismun- andi brautir og valdið því, að sínum augum líti hver á silfrið. Rannsókn- arefnið er þannig vaxið, að víða er ótraust undir fótum. Dr. Einar verður einnig manna sízt sakaður um óvar- kárni og lítt rökstuddar fullyrðingar eða óskhyggju. I þessu riti hans sem öðrum ber öll röksemdafærsla hans vott um óvenjulega hlutlægni og ein- læga sannleiksleit. Því fer fjarri, að höfundur láti við það eitt sitja í þessum síðasta og mesta kafla ritsins að ræða bókmennta- söguleg vandamál kvæðanna. Hann missir aldrei sjónar á því, að þau eru listaverk, stigin upp úr hugardjúpi mikilla skálda og eru enn lifandi þátt- ur íslenzkrar menningar. Verulegum hluta máls síns um hvert kvæði ver hann til skýringar og túlkunar á meg- inhugsun, lífsviðhorfi og orðlist hvers kvæðis og leggur sig því meira fram sem verkið er stórhrotnara. Það er sem höfundur leiði lesandann til borðs til að bergja með' sér á drykk hins dýra mjaðar, og er þá gott að hlíta leiðsögn hans um hinn forna skáld- heim. Ég nefni aðeins sem dæmi kafl- ana um Hávamál, Grímnismál, Skírnis- mál, Völuspá, Völundarkviðu og Atla- kviðu. Svo annt sem honum er um að grafast sem gaumgæfilegast fyrir um aldur, upprunastað og ytri sögu kvæðanna, er honum þó enn meira í mun að gefa lesandanum hlutdeild í tign þeirra og fegurð. Þessi sjónar- mið haldast í hendur gegnum allt verkið og gera það að samofinni heild þrátt fyrir alla skiptingu í kafla og þætti. Að lokum mætti spyrja: Fyrir hvers konar lesendur er þetta rit skrifað? Höfundur nefnir það hvergi, en mér virðist hann hafa þrjá hópa manna í huga: aðra vísindamenn í íslenzkum fræðum, hvar sem er í heiminum, námsmenn í íslenzkum fræðum, eink- um þá, er leggja höfuðáherzlu á bók- menntasögu við Háskóla Islands, og síðast en ekki sízt alla þá, sem unna íslenzkum fornbókmenntum, en það er sem betur fer álitlegur hluti þjóð- arinnar og verður vonandi alla tíð. Ætla mætti, að erfitt væri að ná til þessara þriggja hópa í einu og sama riti, en það er aðal margra góðra bóka, að menn á mismunandi þekking- ar- og þroskastigi geta notið þeirra hver með sínum hætti og séð þær síðan í nýju ljósi við nánari kynni. Ég hygg, að þessi bók sé ein þeirra. FÉLAGSBRÉF 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.