Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 10

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 10
minni um að vera munaðarleysingi með dökkbláa derhúfu stend upp og fer á barinn. Oddný Eir Ævarsdóttir Agnes í mínum augum átti nafnið Agnes aðeins að vera á ömmu, kindar- legri fremur hávaxinni gamalli konu með grátþrungin augu og örlítið blátt nef. Seinna komst ég að raun um það, mér til furðu, að Agnes merkir ekki það sama og gömul amma heldur var það útlent orð yfir lamb, oftast kennt við guð - eða guðslambið. Það átti að vera lítill, þægur drengur. Jafn skjótt og þekkingin varð svona mikil, ræktaði ég í huganum hliðstætt en hiukkótt, lotlegt lamb, sem hafði nálgast háa elli, sambland af kerlingu og krakka, og ég kallaði það ömmulambið. Guðbergur Bergsson Alma Ég sé Ölmu fyrst þar sem hún stendur bogin af kulda í kjallara- tröppunum hjá vinkonu sinni og er að reykja eina af fyrstu síga- rettunum sínum um ævina. Þær vinkonurnar eru nýkomnar af bíó þar sem þær höfðu ætlað að reykja í hléinu en komu því ekki við vegna þess að Alma hitti móðursystur sína á leiðinni út í bíóand- dyrið og kunni ekki við annað en að spjalla við hana á meðan frænkan reykti tvær langar piparmyntusígarettur áður en seinni helmingur myndarinnar hófst. Alma og vinkona hennar reykja fjórar Dunhill sígarettur í kjallaratröppunum áður en þær kveðjast um miðnættið og Alma gengur hóstandi heim til sín. Á göngunni veltir Alma því atviki fyrir sér sem foreldrar hennar vildu meina að hefði orðið til þess að þeir völdu handa henni nafnið Alma. Bragi Ólafsson

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.