Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 13

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 13
Anna Langanesi 1983 Elsku Anna! Ég skrifa þér eitt bréf á dag á meðan ég dvel hér. Bréf eru staðfesting á því að maður sé ennþá á lífi. Hætti þau að berast... Geröur Kristný Anna Fætur - staðfastir á hverfulu undirlagi. Mjaðmir - sem bera kvenlegan þungann svo þokkafullt. Mitti - sem höndum er oftast stutt á. Barmur - eins og traust vagga á stormasömu kvöldi. Háls - eins og ballerína á öxlunum sem veit alltaf hvenær og hvert er best að vinda sér. Höfuð - fullt af fróðleik og tilfinningum sem birtast vel völdum vinum í björtum augum. Bæði fram og aftur þér fer svo vel að fara, en þó svo fögur ert á sama stað. Inga Björk Ingadóttir Anton Eru einhverjir óformlegir endurfundir í gangi? Maður er búinn að rekast á þrjá úr gömlu klíkunni á síðustu sjö dögum. Erum við allt í einu komnir á eitthvert sameiginlegt spor aftur? Er þetta kannski aldurinn? Maður sniglast með krakkana á leikfangabasar í Perl- unni og þar birtist A-. Maður er á MacDonalds í hádeginu á laug- ardegi og þá mætir A- þangað með einhvern voðalegan kven- 11

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.