Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 20
Áki
„Aldeilis höfum við nú lifað tímana tvenna. Við höfum ekki aðeins
lifað það að verð á neysluvörum hefur lækkað um allt að helming
og í raun hlutfallslega mun meira en foreldrar okkar gátu gert sér í
hugarlund á þeim tíma sem við vorum að alast upp í vestur-
bænum, heldur höfum við orðið að sætta okkur við að hafa ekki
hugmynd um hvað eru neysluvörur og hvað ekki.“ Þetta er það
sem ég ímynda mér að Áki geti sagt.
Bragi Ólafsson
Ásdís
Ásdís langamma vildi ekki láta skíra eftir sér, vissi eins og þjóðin
öll að fjórðungi bregður til nafns. Ásdís var vansæl með hlut sinn-
ar skepnu. Það sem fylgdi nafninu hennar vildi hún ekki leggja á
litla dubbu.
Yfir Ásdísi ömmu - eins og mamma kallaði hana - ungri, var
sérkennilega fölleit fegurð en þó björt, eins og tunglskinsmjallar-
birta yfir ásjónunni. Andlitið vel lagað, augun mild og skynug. Þar
sem hún vildi ekki að bamadætur hennar væm skírðar eftir henni
var ein skírð Aldís, sem var millivegur. Henni farnaðist vel, því
það var miklu betra að vera öldungis dís en dís Ása eins fucked
og heimurinn var fyrir stríð.
Mamma greyið fékk ekki genetískt nafn. Hin amma hennar
Oddný, var líka svona, lagði mikið bann við því að skírt væri eftir
sér! Vildi eins og Ásdís langamma að dúllur fengju betri örlögum
úthlutað en hún, svo mamma var skírð eftir dægurlagi - Erla.
Mamma lagði löngu síðar Ásdísarörlögin á yngstu telpuna sína.
Þá var haftatíð lokið og komið 1962 og konur með nýfengið svig-
rúm til að vera Ása-dísir.
Þórunn Valdimarsdóttir
18