Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 22
Ásta
Eina systir pabba hét Ásta. Yngsta systir mömmu heitir Ásta og
Droplaug þar að auki og yngsta systir mín heitir Ásta.
Linda Vilhjálmsdóttir
Ásta
Við búum í höll úr gulli, byggðri á kletti líkamlegrar fullnægju.
Eftir notalegt morgunbað í kraumandi hvernum og vínberjatínslu
á akrinum sem er rakur eftir nóttina, setjumst við að borði kræs-
inga sem býður upp á óendanlega fjölbreytta samsetningu holds
og ávaxta.
Því segi ég, elsku vinkona, eins og alltaf þegar við seðjum þetta
hungur við þetta borð: NJÓTUM, ÁSTA!
Jnga Björk Ingadóttir
Ásta
Ásta og Ljósálfur búa í Vesturbænum. Þau eru síamstvíburar með
naflastreng á milli sín sem þau vilja ekki klippa, ekki alveg strax.
Hún eldar handa honum graut úr maismjöli og hann passar á
henni hárið, að það verði ekki grátt og detti ekki af. Þau eru
minnsta og samrýmdasta fjölskylda í heimi og ég er að hugsa um
að kaupa handa þeim lopavettlinga svo að páskahretið bíti þau
ekki í hnúana.
Eva
Ástríður
Ef ég héti Ástríður þá myndi ég ganga alla daga í skósíðum kjól úr
þungu, rauðu silki sem legðist þétt að líkamanum og ég myndi
aldrei borða neitt nema ávexti. Ég myndi anda dýpra og örar en
20