Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 23

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 23
annað fólk og elska þar til ekkert stæði eítir af mér annað en skinin beinin. Eva Ástríður Slangur af fólki stendur norpandi á bak við Þjóðleikhúsið og bíð- ur. Stöðugt bætast fleiri í hópinn. Þau eru öll klædd bláum Kraft- gallasamfestingi, em í nákvæmlega eins svörtum gúmmístígvélum og með eins ferðatösku í annarri hendi og ferðabækling í hinni. Þegar tíu em mættir gengur hópurinn upp tröppurnar bakdyra- megin, opnar útidyrahurðina, gengur inn og lokar á eftir sér. Komin inn í ganginn fara þau úr stígvélunum. Eftir að hafa skilið þau eftir í hrúgu á gólfinu stilla þau ferðatöskunum út við vegg og leggja ferðabæklingana ofan á þær. Ganga síðan á sokkaleist- unum inn baksviðs. Þegar þau em komin að innganginum að sviðinu stilla þau sér upp í röð og bíða þess að þeim verði gefið merki um að ganga inn á sviðið. Fram úr salnum heyrist mikið skvaldur því hann er þéttsetinn eftirvæntingarfullum áhorfendum. Tjaldið er dregið frá, þögn slær á salinn, leiksviðið lýsist upp og um leið er gefið merki og hópurinn gengur inn á sviðið frá hægri. Þetta em fimm karlmenn og fimm konur á miðjum aldri. Eins klædd og nákvæmlega eins í útliti. Þau em rauðhærð með stutt- klippt liðað hár. Augu þeirra em græn, kinnbein há, nef beint og munnur vellagaður. Þau em í meðallagi há og öll nokkuð feitlag- in. Á sviðinu stendur stórt autt viðarborð og við það standa 10 stól- ar. Þau ganga hvert að sínum stól og setjast nema einn mannanna sem gengur áfram yfir sviðið og út af því vinstra megin án þess að nokkur veiti því eftirtekt. Þau sitja þegjandi á stólum sínum góða stund og horfa hokin og feimin niður á borðið. 21

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.