Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 34

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 34
Bersi Vaknar um miðja nótt. Stekkur fram í eldhús. Finnur sígarettu. Hugsar um drauminn. Stekkur aftur inn í svefnherbergi. Konan er sofandi. Helvítis tíkin. Beygir sig niður að henni. Hún er andfúl um miðja nótt. Allt myglar upp í henni. Langar til að sjá augun á henni. Kyssir hana á ennið. Lokar augunum og lætur höggin dynja. Mikael Torfason Birgitta Þegar hann sneri sér við komst hún að því að hún hafði fallið fyrir hnakka. Þowaldur Þorsteinsson Bragi Ég var inni í fiskbúð þegar hann kom inn í drauminn hjá mér aug- sýnilega á hraðferð; önnum kafinn við að fylla hann af stemmn- ingu. Hvemig ferðu eiginlega að því? spurði ég meðan fisksalinn vafði ýsunni inn í pappír. Ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir því, sagði hann og tvísté í búðardyrunum, en yfirleitt koma ljóð að gagni, ég var að vonast til að fiska einhver upp í leiðinni, sagði hann og fór öfugur út. Á heimleiðinni sá ég að honum hafði tekist vel upp; hvergi kom gat á stemmninguna. Oddný Eir Ævarsdóttir Börkur Þetta var nafnið á berkinum utan af appelsínunum sem maður át um jólin en lét svo börkinn utan af þeim liggja í bleyti í sykur- 32

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.