Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 37

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 37
stuttu síðar fann hann hellinn. Þar lagðist hann fyrir og þá kom það: Opinberunin. Eftir það varð ekki aftur snúið. Heimurinn breyttist í nöfn og tölur, tákn og númer: _Þegar þrjátíu sinnum sjö ár eru liðin þá koma þrisvar sinnum þrír púkar og átján lömb út um hliðin sjö og þeyta básúnumar tíu með englunum fimm...". Eða þá: „Nafn hans verður Esrafím og Gúndaron og nafn hennar er Skækja og hennar skankar heita Mangan og Nimmnimm, Síngmann og Gúmorren.." o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv. Á þessum tveimur mnum hangir heimur kristninnar, okkar heimur, saman. Hann er annars vegar reikningsdæmi. Hins vegar er hann NAFN. Án talna og nafna kæmist sagan ekki spönn frá rassi. Kristján B. Jónasson i Egill Það er sérstaklega skemmtilegt að beygja nafnið Egill vitlaust í þágufalli. Einstaka maður leiðréttir mann ósjálfrátt en algengast er að viðmælandinn leggi ofuráherslu á rétta beygingu í sinni ræðu. Linda Vilhjálmsdóttir Elías Mar? Linda Vilhjálmsdóttir Elín Þegar hún kom aftur af sjúkradeildinni var búið að henda hennar eigin dóti úr herberginu. Ég sagðist skyldu spyrja gangastúlkurnar um það, bað hana um að segja mér hvað nákvæmlega hefði verið tekið: 1) inniskór, einir, mjög hlýir (gamlir), 35

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.