Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 42

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 42
brátt hraðan hjartslátt og svima. Er þeirri stund fegnastur þegar mér hefur tekist að breyta vindlinum í ösku og þramma rakleitt til Franks. í dyrasímanum tilkynnir Frank veikindi sín og treystir sér illa til að taka á móti gestum. Fleldur finnst mér það ergilegt eftir allt um- stangið, en það er kominn kvöldmatartími og ég ákveð að heim- sækja Makker, vin minn, og athuga hvort hann nennir ekki að snæða kvöldverð mér til samlætis á Café Wilder’s. Dagur Kári Pétursson Frank Frank kynnist ég á þann hátt að hann verður á vegi mínum á því einkennilega augnabliki lífs míns þegar ég uppgötva að ég hef ekki talað við nokkurn mann í fjóra eða fimm daga. Ég stend við lyftudymar í viðskiptabankanum mínum og um leið og þær opn- ast og Frank birtist með hnakkann í lyftuspeglinum, man ég skyndilega eftir því að ég hef ekki sagt aukatekið orð við nokkra manneskju í tæpa viku. Eða frá því að ég hringdi í vin minn til að láta hann vita af væntanlegri lokun símans míns. Ég man ekki ná- kvæmlega hvað okkur Frank fór á milli þama við lyftuna og veit eiginlega ekki hvers vegna hann sagði til nafns því ekki sagði' eg honum mitt. En það var auðvitað ekkert nema tilviljun að það skyldi verða hann sem varð fyrsta manneskjan sem ég talaði við í fjóra eða fimm daga; nokkmm mínútum síðar ræddi ég lengi við þjónustufulltrúa á þriðju hæðinni vegna yfirdráttarheimildar sem hafði tekið mig alla þessa daga að byggja upp í mér kjark til að sækja um. En burtséð frá öllu þessu hef ég alltaf tengt nafnið Frank einhverju glæpsamlegu. Bragi Ólafsson

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.