Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 47

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 47
Guðjón Þrammar inná Mokka, eldgamall og með bláa derhúfu. Pantar vindil og vatnsglas hjá dömunni og sest að því búnu við eitt af litlu borðunum. Veiðir Casio-tölvuúr uppúr jakkavasanum og fylgist grannt með tímanum sem það tekur að reykja einn vindil og drekka eitt vatnsglas. Dagur Kári Pétursson Guðlaug Við englasöng á Sólardegi var hún borin inn gólfið. Fólkið kraup, krossmörk drupu úr loftinu og bænir flugu út um gluggana. Og alltaf eftir þetta glitraði nafnið hennar í botnlausum brunninum. Inga Björk Ingadóttir Gunnhildur Gunnhildur er þannig að mann langar alltaf að vera að gefa henni eitthvað. Ég gaf henni öll fötin mín og lagði á borð fyrir hana allt sem ég átti í ísskápnum og leyndustu jafnt sem ómerkilegustu þanka mína þar til ég stóð eftir berstrípuð á sál og líkama. Þá lagði ég báðar hendumar í kjöltuna á henni og sagði: - Þú mátt eiga þær. Hún skoðaði þær í krók og kring, hló með tárin í augunum og klappaði saman nýju lófunum sínum. - Þær eru svo fallegar, brosti hún en rétti mér þær samt aftur með þessum orðum: - Þú mátt geyma þær fyrir mig. Eva 45

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.