Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 51

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 51
Harrí Maður átti ekki að venjast þessu furðulega nafni. Það kom ekki í hugarheim minn fyrr en bandaríski herinn kom hingað í seinna stríðinu. Harrí varð að fremur umkomulausum og grátlegum ung- um manni sem stóð eitt sinn í golu við homið á hermannatjaldi við að fróa sér í ákafa í furðulegri stellingu meðan hann skimaði flóttalega í kringum sig. Áður en þessu lauk stakk annar hermaður höfðinu út um tjaldopið og kallaði: Harrí, Harrí, sem mun þó hafa verið hurry, hurry. Mér fannst aftur á móti ekki liggja á því að félagi hans lyki verkinu. Guðbergur Bergsson Hákon Hún getur aldrei vanist þessari bjánalegu þögn í símanum í hvert skipti sem hún kynnir sig. Þorvaldur Þorsteinsson Heiðmar Þú komst mér fyrir sjónir sem einlægur og auðskiljanlegur náungi. Nú hefur annað komið í ljós. Vandamálið með svona glansandi vatn er að þó allt virðist vera á tæru svona við fyrstu sýn er það einungis vegna þess að maður sér sjálfan sig í því. Ef þú hins vegar færir þig nær til að sjá til botns gerist það sama og þegar þú ert of nálægt að horfa inn í spegil. Þá blasa einungis myrkir auga- steinamir við þér og þú ert engu nær. Þessir hvarfpunktar sál- arinnar em þar að auki eini hlutur augnanna sem ekki em melt- anlegir. Ef við leggjum þá okkur á annað borð til munns. Haraldur Jónsson 49

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.