Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Síða 60

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Síða 60
Karítas Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, trúfélag sem venju- lega er nefnt mormónar eftir stofnriti sínu, byggir á þeirri gmnd- vallarhugmynd að skömmu eftir upprisu sína hafi Jesús tyllt tánum niður á engi rétt fyrir utan smábæ í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og að þar muni Síon rísa að nýju eftir heimsendi. Hvemig heimsendi beri að er löngu vitað því bein lýsing Jóhann- esar frá Patmos á efstu dögum hefur legið fullklámð fyrir á bók í nærri 2000 ár, og hefur allan þann tíma verið sannkristnum mönn- um hressandi lesning og uppörvun, en á hinn bóginn er fátt vitað hvað taki við eftir lokapunktinn annað en tómið, réttlætið og eilíft líf. Þetta vandamál hafa mormónar leyst. Eftir að Ragnarök em liðin og Wagnersándtrakkið þagnað tekur við þúsundáraríki þar sem útvaldir fá að tefla í túni í Síonsborg heil þúsund ár meðan þeir búa sig undir að talið verði í eitt skipti fyrir öll niður í núll og alheimurinn liðist í sundur á samskeytunum. En það er ekki öllu ballinu boðið í eftirpartýið. Aðeins þeir, sem látið hafa skírast til mormónatrúar, fá að vaka í þúsund ár með frelsara sínum og hinum heilögu spámönnum hinna síðari daga, en á móti kemur að það er tiltölulega auðvelt að gerast mormónskur: Söfnuðurinn leyfir að látið fólk sé skírt pósthúm og þar með kippt óafvitandi inn í þúsundárasæluna. Að þeirri athöfn lokinni er nafn þess nýskírða klappað innan í Mormónafjallið skammt utan við Salt Lake City þar sem heitin á hinum kandídötunum em þegar meitl- uð í bergið. Nafn hins látna er komið í kladdann og hann þar með hólpinn. Jafnvel þótt hann hafi dáið í vissu þess að ekkert tæki við nema maðkaveitan og moldin er hann nú á listanum yfir þá sem ekkert fær grandað. Hér er það NAFNIÐ sem skiptir öllu. Guð mun ekki dæma menn af verkum sínum heldur af NAFNINU. Fær Karítas þá að vera með? Má hún búa í Síon? Kristján B. Jónasson 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.