Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 65

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 65
sér þær bara. Alice = Alís = Aldís. Það hafi verið svo linur fram- burður á Bretlandseyjum að eðalborið norrænt nafnið Aldís varð Alís, stytt Lísa. Aðaldísir dreymir rosalega flotta drauma. Þær sofna með kan- ínuna í fanginu, falla í djúpið, sem lukkulega ruglar öllu sem mað- ur hefur lært. Ef ég nennti að láta umskíra mig gæti ég best hugsað mér að fara þangað og vakna aldrei. Þórunn Valdimarsdóttir Lísa Hún hét Lísa, nektardansmærin frá Kanada, en hún og bróðir minn vom eitthvað að skjóta sig saman. Einu sinni kom ég í heim- sókn til hans í hádeginu og hann hellti upp á kaffi og við settumst inn í stofu. Þá kom hún út úr svefnherberginu með koddafar á kinninni. Stóð bara þama á miðju gólfinu í skyrtu af honum. Með gullfallegu lærin sín og síða hárið sitt í heillandi óreiðu og nudd- aði á sér augun eins og syfjað bam. Hún var öll eins og lítið bam og mig langaði svolítið að taka hana í fangið. En þá snerist hún á hæli og hvarf aftur inn í svefnherbergið. Lokaði á eftir sér. Bróðir minn notaði mjólk og sykur en ég vildi hafa það svart. Eva Lóa Lóa: Ég held það sé ekkert hægt að deila um það að allir elska mig. Þröstur: Það held ég sé nú ekki af neinu öðm en því að þú minnir alla á vorið. Mér virðist þú ekkert elskuverðari en aðrir. Einu sinni var snillingur í Rússlandi sem átti hund sem slefaði þegar... Lóa: Þessi er einmitt munurinn á þér og mér. Ég dreg sannleikann fram í sinni fegurstu og einföldustu mynd og stilli henni upp í dagsljósinu en þú flækir allt og afskræmir. Eva 63

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.