Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 77

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 77
góðu að hún bíður í bát einhvers staðar við sjóinn - það gæti verið hvar sem er — og reykir Viceroy eða Winston úr munnstykk- inu sínu. Og auðvitað kemur maðurinn ekki; yfirmaður hans asn- ast til að kenna honum póker um kvöldið og það þarf víst ekki meira til en örlitla kunnáttu í fjárhætmspilum svo að menn láti ekki sjá sig þar sem þeirra er vænst. Loks þegar maðurinn lætur svo lítið að svipast um eftir Rósu er hún horfin og ekki aðeins hún heldur báturinn sem hún beið í líka. En tunglin bíða samt eftir honum, tvö eða fleiri. Bragi Ólafsson Rósa Hún stóð alltaf við gosbrunninn, og nafnið hennar, Ró, lá skrifað í hverja hrukku. í lófanum geymdi hún rósarhöfuð með svo þéttum blöðum, að ekki einu sinni vatnið gat skriðið milli þeirra. Og þegar hún sleit eitt og eitt af, komu ekki eyður, heldur þrýstust hin blöðin ennþá nær hvert öðru. Hún las hvert blað fyrir sig eins og það væri eina blaðið sem til væri í öllum heiminum, og hlustandanum leið eins og fyrsta og síðasta hlustanda í senn sem heyrði hinn dýpsta sannleik - hljómandi svo einfaldan og aðeins ætlaðan sér. Þegar þetta fólk sem gat hlustað og vildi heyra, gekk framhjá, sagði hún alltaf: „Á ég, ljúflingur, að rósa þig?“ Inga Björk Ingadóttir 75

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.