Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 82

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 82
þess að við tyggðum eða skyrptum því strax á eftir. Þér fannst þetta vera besta dæmið um séríslenska og aldagamla naum- hyggju. Haraldur Jónsson Ugla Ugla var aftur á móti alvöruköttur. Virðuleg í svörtum kjól með hvítan kraga og loppur. Næturdýr eins og fuglinn sem hún hét eftir. Grimm eins og slípaðasta rándýr. Hún var veik fyrir pipar- myntu og burstun, svo ég lét það eftir henni að tannbursta hana, já hún átti tannbursta, ég nennti nú samt ekki að bursta hana á hverju kvöldi þótt hún elti mig inn á kló og mændi á mig burstunaraugum. Ugla var minn köttur. Þó ég hafi á minni kattartíð átt marga var hún öllum öðrum fremur mín. Hún var heita loðhúfan mín, svaf með bringuna um höfuð mitt og þar dreymdi mig himingeiminn. Þá var hún mamma mín og ég bamið hennar. Slík er ástin. Ég átti hana og hún átti mig. Við áttumst. Ég og Ugla. Þórunn Valdimarsdóttir Við þessa elegíu get ég ekki bætt. Með þetta tregaljóð í æðum hætti ég nú og fer á Gráa köttinn. Þeir lifa styttra en elskan í okkur. Yfir minningatunglinu. Alltaf ... minn ... og það sem þú „hést fyrir mér“. Þórunn Valdimarsdóttir 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.