Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 87

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 87
Þröstur: En mér finnst þetta. Maður á alltaf að segja það sem manni finnst. Svo fylgir líka hugur máli hjá mér. Ég er til dæmis steinhættur að borða kjöt. Lóa: Þú hefur aldrei borðað kjöt. Þröstur: Einmitt! Þarna sérðu! Eva Þuríður Nafnið Þuríður er grátgjarnt nafn, svo meyrt innra með sér að það nálgast sefasýki. Þetta nafn er sífellt að vaða út í brimið í þeim tilgangi að drekkja sér, en drekkir sér aldrei. Á ströndinni eru nokkrir krakkar að horfa á Þuríðamafnið vaða út í sjóinn og hugsa: „Skyldi Þura loksins hafa sig upp í það að láta sig hafa það.“ Nei, nafninu skolar lifandi á land, líkt og væri það ódrep- andi formóðir tímans. í mínum huga þótti mér nafnið ekki aðeins vera það elsta í heimi heldur hefði einhver Þuríður verið upphaf- lega í Paradís, löngu á undan Evu. Guðbergur Bergsson 85

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.