Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 90

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 90
í leit að glötuðum tíma - Leiðin til Swann Marcel Proust í þýðingu Péturs Gunnarssonar Verk Prousts er ... einmalig: það er bók sem samin er í'eitt skipti fyrir öll... og mun hverfa... án þess að eignast sinn líka," segir Halldór Laxness í Skáldstíma. B J A R T U R í leit að glötuðum tíma • Leiðin til Swann eftir Marcel Proust í þýðingu Péturs Gunnarssonar Þetta míkla meistaraverk er eítt af höfuðbókmenntum 20. aldar og án efa eitt merkasta skáldverk sem skrifað hefurverið, Pétur Gunnarsson þýðir söguna og gerir grein fyrir skáldinu og verkinu í ítarlegum og skemmtilegum formála: „Þessi veröld sem var í byrjun aldarinnar - hve gersamlega er hún ekki liðin undir lok með manni og mús. Þessir húsbændur og hjú sem eitt sinh bjuggu undir sama þaki og tvær heimsstyrjaldir hafa stíað í sundur, þessir hattar með slöri og konur í lífstykki og lauslætisdrósir sem karlar með harðflibba og skegg niður á bringu höfðu (seli - þessir hestvagnar, salónar og borgaralegt velsæmi - öllu þessu hefur tíminn sópað út í hafsauga - eftir stendur / leit að glötuðum tíma. Hór eins og forðum hefur steinninn sem smiðirnir höfnuðu orðið að hyrningarsteini, Sama gamla nýja sagan um verk sem megnar að rífa sig laust frá þyngdarafli samtímans og hringsólar upp frá því á öllum tímum."

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.