Frón - 01.01.1944, Síða 7

Frón - 01.01.1944, Síða 7
Jón Krabbe sjötugur Eftir Jón Helgasort. Jón Krabbe er sonur Danmerkur en dóttursonur íslands, og hefur helgaö ættjörðu móöur sinnar mikinn hluta starfs- krafta sinna. Kristín móöir hans var dóttir Jóns Guðmunds- sonar ritstjóra Pjóðólfs. Hún giftist Haraldi Krabbe, dönskum lækni sem gert hafði dýrafræði, einkum innyflaorma, að sérgrem sinni og varð prófessor við Landbúnaðarháskólann; hann hafði farið til Islands að rannsaka bandorma og vann Islendingum mikið gagn með því að grafast fyrir rætur sullaveikinnar og leggja ráð á um varnir gegn henni. Oft komu íslenzkir gestir á heimili þeirra hjóna, og lét einn þeirra, Porvaldur Thoroddsen, svo um mælt síðar, í endurminningum sínum, að þau hafi jafnan verið »ágæt heim að sækja«. Af börnum þeirra komust fjórir synir upp, og urðu allir hinir nýtustu menn, hver á sínu sviði. Pess sá stað um Kristínu Jónsdóttur að hún var alin upp á helzta menningarheimili Reykjavíkur, því að hún hélt fastara við upp- runa sinn en margar aðrar íslenzkar konur sem gifzt hafa til annarra landa; hún talaði jafnan íslenzku við sonu sína, og het ég heyrt Jón Krabbe segja frá því, að í barnæsku hafi þeir bræður talað bæði málin jöfnum höndum; yfir borðum mæltu 1

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.